Það er ég sko! Ég fór í hádeginu í dag og lét umfelga... Þeir settu nýju dekkin undir og vá hrikalega flott dekk (með svona hvítum stöfum á) gedt stór og glæsileg :´) Þvílíki munurinn að keyra á nagladekkjum.. Nú þarf ég ekki lengur að byrja að bremsa kílómetra áður en ég þarf að stoppa! Það er mikill munur! En allt þetta dekkjadóterí kostaði mig 33.781kr! Það er sko gott að eiga foreldra sem hafa vit fyrir manni... Ég var nebbla "svikin" í dekkjaviðskiptum.. Hringdi í ónefnt dekkjafyrirtæki og spurði um verð á 29" nagladekkjum, undir komin! fékk upp verð. 43þús! Mætti daginn eftir að sagðist ætla að fá dekk undir bílinn og þeir fóru á fullt við að skipta um dekk og gera allt mögulegt... Nema hvað að verðið hafði hækkað ótrúlega mikið á einni nóttu.. Var komið í rúmlega 80þús!!! Ég auðvitað hringdi í pabba og mömmu og hætti svo við allt saman! Pabbi og Íris fundu svo dekk fyrir mig á 25 þúsund og svo var smá sendingarkostnaður og umfelgunin... en þessir kallar þarna mega sko EIGA SIG!! Geðveikt að reyna að svindla á mér og örugglega bara af því ég er stelpa, en nei ég læt sko ekki vaða yfir mig!!! Ég fer sko aldrei þangað aftur! En nú er ég komin á góðu nagladekkin og alsæl með lífið! Nú er bara að láta laga afturljósin og þá er ég klár fyrir veturinn.. Ætla reyndar að reyna að selja kaggann í jan/feb og gera e-ð annað ótrúlega skemmtilegt... Annars gengur allt í haginn... Já má ekki gleyma að segja ykkur frá gærkvöldinu.. Fór í bíó! Á Bridget Jones's diary 2! Geðveikt skemmtileg og fyndin.is! Fórum svo aðeins rúntinn sem var mjög gaman.. var auðvitað með henni Jónu Maríu... mig langar geðveikt að sjá "The grudge" en það er ægileg hrollvekja og mér myndi pottþétt bregða ENDALAUST... þannig að ef þig langar að koma með mér.. gefðu þig þá fram.. Hehehehe ;) EN ég er að pæla í að fara út í göngutúr og njóta hreina loftsins... (verum væmin) hehe... Bless í bili og vitiði það að það eru BARA!!! 32 dagar til jóla!! & tíminn líður hratt.. á gervihnattaöld.... jæja er farin... Blis (Íris - þú ERT snillingur) kveðja ykkar skemmtilegasta Eygló Jarðarber með bananabragði..
Monday, November 22, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Af hverju ER ég snillingur???
Annars finnst mér það gott hjá þér að láta ekki vaða yfir þig!!! Svo finnst mér að þú eigir að segja hvaða dekkjaverkstæði þetta er til að þeir tapi nú einhverju á svona svindli!!!!! Láta fólk vita hversu miklir asnar þetta eru!!! En það er auðvitað bara mín skoðun!!!!
Þín systir
Íris
Þú ert líka snillingur sjálf ;-) Ég og mitt ættfólk........og venslafólk :)
Post a Comment