Monday, August 27, 2007

Titill :)

Baggalútafjaran var snilld :) Fórum þar sunnudag fyrir viku, ég fann helling af baggalútum og Bjössi fann líka slatta, Bjössi reyndi líka að veiða en veiddi eiginlega bara slý svo að það var ekki mikill árangur í þetta skiptið! Hehe.. Ég þvoði þá þegar ég kom heim og setti þá svo í glerskál sem við fengum í brúðkaupsgjöf og er nú á skenknum, ægilega flott :):)

Á fimmtudagskvöldið fórum svo við Arna til Emilíu í Hveragerði, það mætti halda að við byggjum í öðru landi því að á hverju Kotmóti þá tölum við um að fara að hittast en svo hefur aldrei orðið neitt úr því fyrr en núna.. Ætlum svo að stofna stelpuklúbb og fara að hittast nokkrar reglulega og hafa gaman saman :) Það var roosalega gaman að hitta hana og rifja upp gamlar skemmtilegar minningar, vandræðalegar sem og fyndnar :)

Á föstudagskvöldið fórum við svo á samkomu á Logos skipið þar sem bókamarkaðurinn er, við kíktum líka á bókamarkaðinn og ég keypti alveg smá, eða fyrir 3000 kr :) Margt svoo sniðugt þarna enda fór ég aftur á laugardaginn :) Vorum búin að vera að hjálpa Kidda og Ástu að flytja og kíktum svo aftur og þá kom Íris og börn með, rosa gaman :) ég keypti aftur alveg smá en ekki eins mikið og kvöldið áður!

Við hjónin kíktum svo á U.N.G samkomu í Samhjálp í gærkveldi, skemmtilegt og fjörugt, fórum reyndar snemma þar sem mér var svo flögurt, við fórum nebbla á Nings fyrir samkomuna og það hefur pottþétt verið e-ð í matnum! Bjakk, ældi úr mér lungun í morgun og er því heima í dag úr vinnu, finnst ekkert svo girnilega að vera spúandi í vinnunni!!

Búin að þrífa viðarrimlagardínurnar í dag og er svo að fara að ryksuga, við vorum að fá okkur nýjan sófa og það þýðir ekkert að vera með nýjan sófa og rykugar gardínur, það er ekkert skemmtilegt!

En jæja ég hef nú svo sem ekki mikið að segja, nema að hálsmenið mitt er ekki enn fundið! Allir á skeljarnar svo að það finnist!!

Takk gullmolarnir mínir :)

Eyglóin - heima að þrífa :)

2 comments:

Anonymous said...

takk fyrir síðast það var svo gaman að hitta ykkur:)hlakka til næst:)...já gott við séum búnar að uppgötva það að við búum á sama landi;)..fékstu skenkinn?:)...oj æla, hefur ALLA mína samúð þar sem að ég ældi í 5mánuði á síðustu meðgöngu ...en á samt yndislega fallega gullmola þannig að allt var það þess virði, vona samt ég sleppi við æluna næst ef Guð lofar:)...vonandi finnst hálsmenið þitt...
kv Emilia frænkan í Hveragerðinni, í bláa húsinu með RIÐGAÐA þakið;P

Íris said...

Vonandi fer ykkur að batna báðum!!
Sjáumst sem fyrst ;)