Monday, August 06, 2007

Sumarfríið búið..

Tekið rétt við brúna á Fitinni á fimmtudagskvöldinu :)

Alvara lífsins tekur við á morgun.. Ekki ætla ég nú að kvarta en við höfum haft það afspyrnu gott í fríinu og ferðast ágætlega mikið, vorum allavega meira að heiman en heima svo að ég myndi segja að við höfum bara gert nokkuð gott úr þessum 3 vikum :)

Þið sem hafið fylgst með blogginu mínu vita svo sem hvert við fórum svo að ég ætla ekkert að útlista það neitt nánar, lesið bara neðar á blogginu mínu ef þið eruð forvitin :)

Verslunarmannahelgin afstaðin, hrikalegt að heyra með banaslysið, þau eru alltof mörg. Votta aðstandendum samúð mína. Sá link á video sem snerti rosalega við mér, ekki það að ég sé ofsaakstursmanneskja eða keyri drukkin (drekk ekki einu sinni) en hér er linkurinn ef einhver vill sjá þetta: Rosalega sorglegt video.. En endilega skoðið það..


Kotmótið var virkilega skemmtilegt :) Við fórum á mótið á fimmtudagskvöldi og náðum samkomunni þá um kvöldið, gistum svo í kofanum þá nótt þar sem enginn var kominn annar á landið hjá pabba og mömmu svo að við nýttum okkur aðstöðuna :) Vorum samt búin að tjalda upp tjaldvagninum.. höfðum það svo kósý bara og fórum á samkomurnar sem við komumst á.

Á laugardagskvöldið eða um kl 18 þá fórum við öll yfir til Gerðu og þar var ættargrillið árlega :):)

Það er svo skemmtilegt að hittast svona og grilla saman því að við erum að hittast alltof sjaldan!! Þetta eru s.s pabbi og systkini og afkomendur, allir sem vilja koma, koma :) Æði bara sko. Fórum í leiki og brölluðum ýmislegt saman, fengum svo rabarbaragraut sem Gerða bjó til, Hrefna amma gerði alltaf svona graut þegar pabbi og systkini hans voru börn svo að það er gaman að smakka hann og hafa hann svona árlega, skemmtileg hefð :) Enda mjööög góður grautur! Virkilega skemmtilegt kvöld :) Er strax farin að hlakka til að ári....

Við komum heim af Kotmótinu kl hálf 3 í nótt, við fórum á lofgjörðartónleikana í gærkveldi, mig langaði að eiga síðasta frídaginn heima og sofa út en í morgun þegar ég hlustaði á síðustu samkomuna á Lindinni þá hálf sá ég eftir því að hafa farið heim, missti t.d af því að syngja ævibrautina... geri þetta ekki aftur :) (það var nú samt ósköp notalegt að sofa út í morgun í sínu eigin rúmi :)

Ætla að setja inn nokkar myndir en ég tók samt voða fáar myndir þetta árið..


Svilarnir að tjalda :)
Sara Ísold, Petra Rut og Katrín Tara :)
Arna mega SKVÍSA :):):):):):)


Íris með Erling Elí í vagninum og Katrín Tara stendur á systkinapallinum :) ýkt sniðugt!!

Jæja ekki fleiri myndir í bili! Njótið vel

Eygló sem fer að vinna aftur á morgun :)

4 comments:

Íris said...

Takk fyrir samveruna um helgina, var virkilega gaman ;)

Anonymous said...

Takk líka fyrir samveruna skvís. Þetta var svooo gaman. Og já ekkert vera að drífa ykkur svona heim að ári. Kotmót er bara einu á sinni á ári en þú getur sofið út hverja helgi...Skemmtilegar myndir, ég er bara nokkuð eðlileg þarna... En sjáumst hressar skvís, Arnan

Anonymous said...

Hæ. Við veðrum að fara að hittast:) langt síðan síðast!!!!
Finndu tíma sem hentar ykkur Örnu og láttu mig endilega vita... Langar svo að hafa hitting :) samt ekki fyrr en í endaðan ágúst eða í byrjun sept, Ágústa kemur ekki heim fyrr en 18 ágúst. Hún er í usa :)
kveðja Sonja

Anonymous said...

'akvað að kvitta fyrir innlitið..skoðaði vieoið jeminn..þetta er skelfilega sorglegt. Ef það snertir ekki við fólki & fær það til að hugsa þá er eitthvað að að..
Kv Inga Huld