Tuesday, August 14, 2007

Höhömm...

Ætlaði að blogga um helgina en gaf mér bara ekki tíma í það..

Síðustu viku vann ég 8-16 og sá alveg um eldhúsið í vinnunni og var það nokk gaman :) Eldaði ýmsan mat í fyrsta skipti á ævinni og tókst það vel upp, auðvitað ;);) Besta við þessa viku var að vera búin kl 16 að vinna, algjör draumur :) Þessi vinna er líka snilld að því leyti að það eru engar kvöldvaktir og engar helgar :) Love it.. Það eru líka 4 mánuðir síðan ég labbaði út í Nóatúni og vá hvað tíminn hefur liðið hratt :):)

Um helgina var Bjössi að vinna svo að ég fór í Kringluna með Örnu og dætrum og Írisi og dætrum, mjög gaman það, enda erum við svo skemmtilegar..

Á sunnudaginn bauð Arna okkur í heimsókn og það var alveg rosalega skemmtilegt, svo gaman að vera svona boðinn í heimsókn (var samt ekkert voðalega formlegt) hehe..

Á fimmtudaginn erum við svo búin að bjóða pabba, mömmu og Hrund í mat en ég hef voða gaman af því að bjóða fólki í mat og mættum við alveg gera það oftar!! En jæja...

Hef ekkert meira handa ykkur í bili.... Fannst ég bara verða að fara að blogga e-ð! Bleh :)

Eigið góða vinnuviku áfram elsku vinir :):)

Eyglóin ýkt þreytta núna...

3 comments:

Erling.... said...

Hlakka til.....Alltaf gaman að borða góðan mat í góðum félagsskap.
LU þinn Pabbi

Erling.... said...

Verð að bæta því við að nú erum við sem sagt búin að mæta í þetta matarboð og maturinn var snilld. Kjúklingur í hrísgrjónum og fleira alahúsbóndinnáheimilinu. Takk fyrir okkur....

Eygló said...

Verði ykkur að góðu :) Það var virkilega skemmtilegt að fá ykkur heim í mat :) Og gott að ykkur líkaði eldamennskan.. sjáumst hress... Eyglóin