Vakn. kl 8:15. Fíló kl 9:00. Jatan kl 10:00-18:00 Arna kom kl 13:30 ca.
Grænmetishrísgrjónaréttur í k.mat. Familypartý. Pabbi, mamma og Hrund á leið til Portúgals 23.sept. Ég fer samferða Katli í skólann á morgun. Mæting kl 14:00.Skólabókakaup + skór á Írisi og Örnu á laugardag. (popp, ostapopp, kók, sprite, saltstangir hlaup í partýinu. Sofa um kl 23:00
Múahahahahahahaha
Var að finna gamla dagbók frá 1998 og mikið er nú fyndið að lesa hana, flest mjöög ómerkilegt en annað bara fyndið sko :):)
Fann alveg helling af skemmtilegu dóti þegar ég fór í gegnum kassana af háloftinu!! Fann m.a trölladeigskellingu sem Sirrý frænka hafði gefið mér 1995 og hún er komin upp inn í eldhúsi núna.. Fann helling af prjónuðu dóti sem ég var búin að steingleyma! T.d skotthúfa sem ég prjónaði og margfætla, mjöög gaman að finna allt þetta fót aftur :) Að ég tali nú ekki um steinasafnið mitt sem var geymt í double Cheerios pakka, og svo dýrgripir eins og krús sem Hrefna amma bjó til, mjög falleg, hjartalaga rauð með hvítu í.. Þykir mjög vænt um þessa krús :):) Ég s.s fann alveg hrúgu af skemmtilegum munum :)
En að öðru :) Við fórum í gær í afmæli til Petru Rutar sem er aalveg að verða 5 ára :) Það var verið að halda upp á það í gær en hún á afmæli 24. Mjög flott veisla hjá henni Írisi systir, enda ekki við öðru að búast þegar kemur að bakstri hjá henni skvísu :):) Alltaf jafn gaman líka að hitta fjölskylduna sína :) Takk fyrir okkur sætu :)
Í dag er planið, ef veðrið verður gott, að keyra inn í Hvalfjörð og kannski kíkja í Baggalútafjöruna, og þeir sem ekki vita hvað baggalútar eru (sko ekki hljómsveitin) þá eru það litlir kúlulaga fjólubláir steinar, mjög skemmtilegir :) Alltaf gaman að kíkja í þá fjöru :)
Eigið alveg rosalega góða vinnuviku og góðan sunnudag :)
Eygló
Sunday, August 19, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hahahaha, ég alveg "hvernig í ósköpunum man hún eftir þessum degi svona nákvæmt" hahahaha, hugsaði það áður en ég las að þú hefðir fundið gamla dagbók ;)
En já, takk fyrir gærdaginn og takk fyrir skvísuna, hún var ekkert lítið ánægð með daginn.
Skemmtið ykkur í dag í fjörunni og vonandi finnið þið einhverja baggalúta ;)
Sjáumst svo
kv. Íris E.
Ég er nú orðin hundgömul en ég á einn kassa í geymslunni sem heitir "fyrir búskap" og mér finnst hrikalega gaman að opna hann með nokkurra ára millibili, einmitt gamlar dagbækur, sendibréf og fleira :)
Mér finnst líka frábært að þú þekkir baggalútafjöruna "mína" :) Ég fór alltaf þarna með leikskólabörnin og börnin mín þess á milli, held þetta heiti Eyri í Kjós. (þar sem vitinn er) og ég er sko að safna baggalútum :) á fulla skál af þeim bæði fallega kúlulaga og svo svona síams... tveir eða fleiri fastir saman :)
Gaman, gaman.... kv. Hrafnhildur
Íris, tvíburar hafa alveg ótrúlegt minni sko:):) En kannski ekki alveg svona rosalega gott. Skemmtilegt blogg hjá þér skvís, sjáumst á eftir, verður gaman og já gott hjá að skella þér í Baggalútafjöruna:) Það er svo fallegur staður:) Love, love, love, love, love, love, love, Arna
Post a Comment