Monday, July 30, 2007

Home sweet home!

Eins og það er nú gaman og æðislegt að ferðast þá er alltaf besti parturinn að koma heim :)

Við keyrðum frá Akureyri um kl 18 í gær og vorum komin í bæinn rétt yfir 23.. Lengur að keyra með tjaldvaginn aftan í.

Á sunnudaginn fórum við útá Dalvík og heimsóttum afa og ömmu hans Bjössa og mikið var það gaman, amma hans talaði mikið um hvað henni þótti vænt um að við kíktum og var gaman að heyra það, enda er það svona fastur punktur að heimsækja þau þegar við förum norður, allavega stefnan :) Þau voru hin hressustu og stoppuðum við hjá þeim í góðan hálftíma.

Ragnheiður og Beyji (Björn) afi og amma Bjössa :)

Bjössi niðrá bryggju, ef þið sjáið bátinn við hægri hönd Bjössa þá er það Særún bátur afa hans. Þeir fóru oft á þessum bát að veiða þegar Bjössi var lítill :) Gaman að skoða þetta allt saman :)


Norðlensk fegurð :) Tekið rétt fyrir utan Dalvík

Hittumst svo seinni partinn heima hjá Guðrúnu og Jóa og þar kom Gummi og Áslaug tengdamamma og drukkum við kaffi þar saman (ekki bókstaflega samt) eða átum kaffitímann.. Hehe...

Já það var gott og notalega að koma heim.. Ætlum að fara í Baggalútafjöruna í þessari viku, annars er bara að þvo þvott og skella sér svo á Kotmótið sem verður eflaust snilld. Við ætlum að gista á landinu hjá pabba og mömmu, einkar þægilegt og svo kostar það ekki neitt :) Hlakka til!

Svo bíður mín fuuullt af dóti til að sortera eftir háaloftsferðina miklu um daginn, en það verður bara gaman að finna gamalt dót, fann t.d eina bók sem mig langaði alltaf svo mikið til að finna, hún heitir Dísa í Dunhaga og ég veit ekki hvað ég las þessa bók oft, allavega mjöög oft, var uppáhaldsbókin mín og ég var svoo glöð að finna hana! Ýmsir gullmolar sem finnast þegar maður fer að gramsa í gamla dótinu sínu :)

Hafið það ofsa gott og knús á ykkur öll :)

Eygló - komin heim

1 comment:

Anonymous said...

Alveg sammála - heima er BEEEZT!

Trillurnar heilla mig alltaf... það er bara eitthvað við trillu sem færi mig til að verða svolítið tilfinningasamur.... ; )

Þsð verður gaman að hitta ykkur sem fyrst.

Kveðja KKK
(Karlott, kona og krakkar)