Friday, July 27, 2007

Flottastur!!!

Flottastur ~ algjörlega :) Bjössi fór í veiðiferð í dag með pabba sínum og komu þeir heim með 8 flotta fiska :) Rosa flotta!!

Partur af aflanum :) Bjössi minn veiddi þenna stærsta ;) Ein svaka stolt sko!!

Þeir fóru að veiða í Fnjóská og tóku allan daginn í þetta :) Ekkert smá gott hjá þeim að drífa sig og hafa gaman svona saman!

Svona rétt í lokin ætla ég að setja inn myndina af þegar ég datt um risastein í Ásbyrgi, skipaði Bjössa að taka mynd og varð síðan brjáluð að hann væri ekki að hjálpa mér.. Fannst hann aðeins og lengi að taka myndina! Ógeðslega klikkuð!! Tek það fram að þetta er alvöru sársaukasvipur!! Gat varla staðið upp eftir byltuna.. Mér lá svo á að taka fallega útsýnismynd og labbaði aftur á bak beint á steininn með fyrrgreindum afleiðingum! Já lífið er skondið OG skemmtilegt :)

Njótið myndarinnar :)

*ÁI*

Eygló hrakfallabálkur ~á fullu að njóta lífsins~

1 comment:

Anonymous said...

Ég tek ofan fyrir þér Bjössi, flottur fiskur!
Núna ertu endanlega dottinn í veiðina, er það ekki?
Talandi um að detta... ái, greyið þú Eygló!!!
Sé að þið njótið lífsins í botn... þannig á það að vera : )

Sjáumst ferðalangar,
Karlott