Wednesday, July 18, 2007

Prjónaskapur og fuglaskítur!!

Yndislegt að vera í sumarfríi :) Við fórum í gær austur á Fit og gistum þar í nótt í tjaldvagninum okkar, ekkert smá kósý að vera þarna! Sólin skein aðeins í dag en vegna frjókornaofnæmis var ég mest inni, ég á tíma hjá lækni á morgun og fæ þá örugglega ofnæmislyf, alveg ómögulegt að vera svona! ! Ég sat inní tjaldvagni í dag og heyri svona hálfgerð bank í tjaldið, ofarlega, ég hélt að Bjössi væri nú eitthvað að stríða mér en nei nei, viti menn, dritaði bara ekki einhver ljótur fugl á tjaldvagninn minn flotta!! Oj bara, berjaskítur og þar með dökkfjólublár, ekki alveg það auðveldasta til að ná úr!!! En það má reyna með súper-10 ;)

Við komum svo í bæinn seinni partinn því að við vorum að fara að hitta familíuna mína í Hamrabergi og tæma háaloftið!!! Jeminn eini sko!!! Það tók nokkra klukkutíma BARA að tæma það og svo vorum við sortera og upplifa nostalgíuköst í beinni ;) Ég tók eitt svona kast og það var mikið hlegið!! Var þá að finna bansgsa sem ég hélt að væri lööngui glataður! Fann margt sem ég hélt að ég sæi aldrei aftur og var það mjööög skemmtilegt! Fann líka helling af handavinnu sem ég hafði byrjað á en ekki klárað, sumt mjög flott :) Spurning að klára það bara??

Ætlunin er að fara aftur austur á morgun, þegar ég hef fengið ofnæmislyf í hönd, og njóta lífsins fyrir austan :) Það er alveg einstaklega fallegt þarna og notalegt að vera, að ég tali nú ekki um eftir að pabbi og mamma komu sér upp kofa þar og klósetthúsi, við vorum svo sem ekki mikið þarna fyrir þann tíma að gista. Notó.is

Svo er ég byrjuð að prjóna lopapeysu :) mikið hrikalega er það skemmtilegt, ég var ALLTAF að prjóna hérna í denn en núna aldrei, svo er Arna að prjóna sér lopavesti og ég varð alveg sjúk í að fara að prjóna líka, peysan átti að vera á Bjössa en ég prjóna svo þétt og fast að hún mun ekki passa, en þá er þetta bara svona æfingapeysa, og prjóna svo aðra á elskuna mína ;)

Gaman gaman :) Við erum s.s að njóta þess í botn að vera í fríi, að gera það sem okkur langar til, þegar okkur langar til þess :)

Jæja ég er farin að prjóna.....

Eygló í nostalgíufíling ;)

1 comment:

Íris said...

Vonandi var gaman í útilegunni og skemmtið ykkur vel í langa ferðalaginu!
Og gangi þér vel að klára peysuna. Hlakka til að sjá hana ;)
Þín systir Íris