Monday, July 02, 2007

35 stiga hiti á svölunum mínum :)

Með eindæmum veðurblíðan sem hefur herjað á okkur síðustu daga :) Vona að þetta haldist sem lengst!! Við förum í sumarfrí eftir 2 vikur eða 13.júlí í 3 vikur og mikið hlakka ég til!!! Við ætlum að keyra bara e-ð um fallega landið okkar og njóta hvers dags til hins ítrasta! Verðum fyrir norðan á Akureyri í endan á júlí, Helga Maren og Ögmundur eru að fara að gifta sig og ég hlakka mjög svo til að sjá hana Helgu Maren mína ganga inn kirkjugólfið í fullum skrúða! Verður bara æðislegt! Við ætlum líka að heimsækja Guðrúnu og Jóa en þau verða í Svignaskarði í viku í júlí og við ætlum að fara þangað og eyða tíma með þeim og það verður líka mjöög gaman. Sumarfríið okkar verður alveg frábært :)

En helgin var líka alveg æðisleg! (allt rosa æðislegt ;) ) Það var fjölskylduútilega á Fitinni um helgina og voru nokkrir sem komu og gistu en svo komu næstum allir á laugardeginum nema Sirrý og Guðjón og þeirra var saknað! Það var alveg rosalega skemmtilegt að hittast svona öll og eyða tíma saman :)

Bjössi og pabbi að grilla :)

Ég, Hrund og Arna :)

Karlott, mamma og pabbi í heimsókn í tjaldvagninum okkar :)

"Ég er fegurðardrotting"

Hrund var eiginlega sigurverari í grettukeppni kvöldsins ;)


Íris með Erling Elí sæta :)3 kynslóðir, Hrund, mamma og amma :) Gellur allar sem ein


Snilldar helgi, fengum ekki mikla sól en það var samt alveg massa skemmtilegt!! Eigið alveg frábæra viku framundan :)

Eyglóin sólbrúna :)

1 comment:

Íris said...

Takk fyrir samveruna um helgina :D Rosa gaman, hlakka til næst þá get ég verið meira með ;)
Cu sys
Íris