Yndislegt veður búið að vera! Ég tróð mér í útiveru með krökkunum á leikskólanum í dag og uppskar þennan fallega verðandi brúna lit :) Æðislegt, svo var verið að setja sólarvörn á börnin og finnandi lyktina af Nivea sólarvörninni og að loka augunum gat ég alveg ímyndað mér að ég væri á Mallorca, svo gott var veðrið og sólin skein svo skært :) Æðislegt bara!
Mér líkar mjög vel á leikskólanum, mjög fínar konur og stelpur að vinna þar og ég er öll að koma til, margt sem þarf að læra þegar byrjað er að vinna við eitthvað svona alveg nýtt fyrir manni! En þetta er gaman! Engin kvöldvinna og frí allar helgar!! Love it!
Er nú ein heima en ég var í smá verslunarleiðangri með Örnu og Hrund og Bjössi er að spila á samkomu. Þyrfti að fara að pakka niður en við erum að fara á Fitina um helgina með stórfjölskyldunni, mömmu megin, komið að hinni árlegu fjölskylduútilegu! Verður svo haldið þar upp á afmælið hennar Daníu Rutar sem er að verða 5 ára sæta pæjan :)
Svona í lokin, ég heyrði þetta lag fyrst sumarið 2004 og ákvað strax að þegar ég gifti mig þá yrði þetta lag sungið! Fallegasta lag í heimi! Heitir "When God made you" með Natali Grant og Newsong :)
Bara verðið að hlusta:
http://www.youtube.com/watch?v=DyPgHjICcsU
Eyglóin sólbrúna ;) ;)
Thursday, June 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Jahérna, ekki bara sæt heldur brún í þokkabót;) Njóttu þess að vera í nýrri vinnu mín kæra, ég er viss um að þú standir þig glimrandi í þessu öllu saman! Knús og kreist, ASS
Post a Comment