Tuesday, June 12, 2007

Wisteria Lane

Kominn tími til að blogga er það ekki bara??

Ég er búin að vera inni síðustu 3 daga vegna veikinda, huundleiðinlegt! Fékk þessa risahálsbólgu og höfuðverk, beinverki og hita! Skemmtilegt? Hehe.. Ég hef reyndar haft það eins gott og mögulegt er, Bjössi er búinn að dekra mig út í eitt og sjá svo vel um mig, hann þurfti nokkrum sinnum að styðja mig því mig svimaði svo, EN ég er öll að koma til, verð heima á morgun og svo í vinnu á fimmtudaginn, ömurlegt að vera nýbyrjuð í nýrri vinnu og veikjast svona, en lítið við því hægt að gera!

Við fórum austur til pabba og mömmu á laugardaginn, okkur finnst það báðum rosalega kósý og notalegt að koma þangað :) Eyddum deginum þar og keyrðum ekki heim fyrr en rétt eftir miðnætti! Mamma bakaði pönnsur í kaffinu og mmm hún er alger snillingur í því :) Svo um kvöldmatarleytið þá bjó mamma til pizzur með smá hjálp okkar systranna við að setja sósuna á og strá ostinum yfir :) ég verð að segja að ég smakkaði bestu pizzu sem ég hef á ævinni minni smakkað þá um kvöldið!! Mamma gerði svooooo ótrúlega góða sjávarréttapizzu með rækjum, þistilhjörtum og marineruðum hvítlauk og einhverju fleiru góðu :) Jammí sko, hún var svooo góð :) Takk fyrir mig milljón x! Seinna um kvöldið töltum við Bjössi og Arna og Hrund út á Shell og keyptum shake handa okkur öllum og pabba og mömmu, sátum svo útá palli undir svona verandarhitara og spjölluðum um allt og ekkert og æfðum tungu-listir, hver gat snúið sinni og snert nefið með tungunni :) Hehe, skemmtum okkur stórvel :)

Ég er búin að vera að horfa á Desperate Housewifes seríu númer 1 og kláraði hana á 3 dögum :) Svo fæ ég seríu 2 hjá mömmu á morgun og ég get ekki beðið eftir að horfa á fleiri þætti!! Ekkert smávegis skemmtilegir og spennandi þættir, hafði aldrei séð einn einasta þátt fyrr!

Jæja hætt að blaðra hér, orðið alltof langt!

Hafið það stórgott vinir ;)

Eyglóin

~Wisteria Lane~
oh, get ekki beðið!!!!!!!

2 comments:

Íris said...

Láttu þér nú batna sem fyrst, hundleiðinlegt að vera svona lasinn!! En eins og éh sagði þér að þú hefðir átt að byrja strax á DH, þvílíkir snilldar þættir ;)
Sjáumst
Þín systir Íris

Unknown said...

Shell, Olís > póteitó - pótató..

hehehe!

Annars var þetta mjög skemmtilegt kvöld:)

Láttu þér batna og við heyrumst!! :)*

Hrund sys'