Sunday, June 24, 2007

24.júní 2006 :)

Nýtrúlofuð :)

Komið ár síðan við sátum í Lystigarðinum á Akureyri við fallegan gosbrunn og settum upp hringana :) Skríktum úr hamingju og erum enn hamingjusamari í dag :)

Gærdagurinn var undirlagður af bakstri og tiltekt, eigum von á nokkrum hingað heim í afmæliskaffi því Bjössi er nýbúinn að fylla árið! Mér finnst alveg einstaklega gaman að baka og er bara nokkuð góð í því þó ég segi sjálf frá ;)

Anna Sigga og Friðjón gistu hér í nótt, þau voru að koma heim frá Rhodos og vantaði gistingu og auðvitað var það auðsótt mál :) Mér finnst alltaf svo gaman að hitta þau enda með eindæmum skemmtileg bæði tvö :) Anna Sigga komin með sæta kúlu þetta yndi og ég hlakka mikið til að sjá krílið þeirra sem kemur í nóvember :)

Jæja ég ætla að fara að henda í tvo heita rétti ;) Langaði bara aðeins að skrifa í tilefni dagsins :)

Njótið lífsins - Það er Guðs gjöf :)

4 comments:

Íris said...

Innilega til hjamingju með daginn og takk fyrir okkur áðan. Marensinn var ÆÐI!!!

Anonymous said...

Takk fyrir mig og mínar sætu dætur í gær. Þetta var mög flott veisla hjá þér. Og þú heppin að hitta Önnu Siggu og sjá litlu bumbuna hennar. Sjáumst hressar beibsan mín... Uppáalds Arnan þín:) Og til hamingju með trúlofunarafmælið...

Anonymous said...

Fyndið að lesa svona um sig *fliss og smá roðn*! Það var ofsalega gott og gaman að vera hjá ykkur og þú ert frábær vinkona. Hlakka til að hittast næst. Ég þarf að fara koma mér í það að taka myndir!! Knús og mikið kreist frá okkur;)

Anonymous said...

ljóskumóment *hóst*:) Skrifaði mig ekki undir! vona að kökurnar hafi verið góðar:D kreist, Anna Sigga