Sunday, June 17, 2007

Til hamingju með daginn :)

17.júní :)
Ég fór með Bjössa niðrí miðbæ í dag og verð ég að segja að mér fannst það stórskemmtilegt. Veit ekki hvað það eru mörg ár síðan ég fór í bæinn á 17.júní :) Þegar við vorum að labba inn í Hljómskálagarðinn þá hugsaði ég með mér að ég hlyti að hitta Sirrý frænku, fannst það bara einhvern veginn!! Nema hvað, vorum búin að labba aðeins um og vorum að skoða fornbílana þegar ég kem auga á Sirrý með Guðjóni og yngstu 2 strákunum :) Alltaf gaman að hitta þau. Fengum okkur svo ís á leiðinni heim og svo eldaði ég alveg ekta gamaldags íslenskan mat í kvöldmatinn, bjúgur með uppstúf, kartöflum og grænum baunum.. Mmm rosalega gott!

Í gær var svona ættargrill í Skorradal en langafi minn, pabbi afa, hefði orðið 100 ára á þann 19. svo að það var öllum smalað saman og það var mjög skemmtilegt! Það var ekki mikill fyrirvari svo að ekki komust allir en ég hafði samt gaman af :)

Hittum svo 2 vinnufélaga Bjössa á tjaldsvæðinu í Skorradal og það er mjög skemmtilegur staður til að tjalda og mjög snyrtileg aðstaða þar :)

Keyrðum Hvalfjörðinn heim og þvílík fegurð, það munaði ekki nema 18 km að keyra heim, göngin eða fjörðinn og við völdum að keyra fjörðinn og sáum ekki eftir því, virkilega fallegt að keyra hann. fyrir utan þessi hræðilegu rafmagnslínumastur eða hvað þetta heitir, finnst þetta alltaf svo óhugnalegt!! Get lítið að því gert!

Eigið alveg frábæra vinnuviku framundan :)

BTW þessi bloggfærsla er nr 100 á þessu bloggi!!!!!!!!!

2 comments:

Íris said...

Ohh, svo gaman að fara og fá sér ís, og hvað þá á sjálfan þjóðhátíðardaginn :D
Hlakka til eftir ár ;)
Sjáumst vonandi fljótlega
Þín systir Íris

Unknown said...

Elsku sæta

Það var ótrúlega gaman að hitta ykkur í bænum í svona þjóðernisfílingi hahaha. Enda fór ég aftur "bara" til að hitta ykkur aftur ;-) .......eða eitthvað.

Það var líka frábært að fá ykkur í heimsókn í gær...þú mannst að þú ætlaðir að koma aftur í dag með Örnu ....er það ekki? hehehehe.

Eigðu góða og yndislega daga ...
þín Uppáhalds
Sirrý litla