Thursday, June 14, 2007

Nokkur góð mismæli!

~Það er ekki hundur í hettunni~ (það er ekki hundrað í hættunni)
~Það er ljóst hver ríður rækjum hér~ (það er ljóst hver ræður ríkjum hér)
~Þetta er ekki upp í kött á nesi~ (..ekki upp í nös á ketti)
~Mér er nú ekkert að landbúnaði~
~Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis~
~Þessi peysa er mjög lauslát~
~Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi~
~Hann sló tvær flugur í sama höfuð~
~...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...~
~Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg framhjá mér..~
~Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm~ (*grenj* úr hlátri)
~Hann sat bara eftir með súrt eplið~
~Og nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna~
~Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég að setjast~
~Þar stóð hundurinn í kúnni..~ (þar lá hundurinn grafinn.. Þar stóð hnífurinn í kúnni.)
~Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra~
~Svo handflettir maður rjúpurnar~
Já, fólk núorðið er svo loðið milli lappanna~ (loðið um lófana)
Bahahahahahahahahahahah!!!

2 comments:

Íris said...

Hahahahahahahaha :D

Hrafnhildur said...

Unbelievable funny!! Grenjaði úr hlátri...