Thursday, July 26, 2007

*Blá blóm ~ gul * ......

.....Sagði minn kæri maður þegar við vorum að labba í Ásbyrgi í gær og sáum þessi blóm.. Ekki bláklukka (held þetta sé bláklukka) og sóley ;) Ótrúlega krúttleg athugasemd um blómin :)

Við lögðum af stað í ferðalag á laugardag! Fyrsta stopp var í Svignaskarði þar sem við vorum í sumarbústað hjá Guðrúnu og Jóa og vorum þar fram á mánudag.. Ég prjónaði helling þar og kláraði hér um bil lopapeysuna sem ég var að prjóna, Bjössi og Jói fóru í golf á sunnuDEGINUM enda fór næstum allur dagurinn í það ;) Eða 6 og 1/2 klst.. En gott að þeir skemmtu sér vel! Við Guðrún fórum með krakkana og gáfum hestunum og það var rosalega skemmtilegt.. Flottir hestar svo framarlega sem þeir voru ekki að geispa mikið.. Ekki voða girnilegt að sjá upp í þá! Hehe

Keyrðum á mánudeginum norður á Akureyri og gistum heima hjá tengdapabba eina nótt, þáðum roosa góðan plokkfisk þar um kvöldið sem var mjöög góður :) Kíktum á Helgu Maren og Ögmund um kvöldið og var alveg rosalega skemmtilegt að hitta þau loksins... Gaman gaman

Á þriðjudaginn keyrðum við svo í Ásbyrgi og ætlunin var að útilegast smá :) Keyrðum gegnum Húsavík (auðvitað) og mikið rosalega er það fallegur bær :) Komum um kvöldmatarleytið í Ásbyrgi og sólin skein :) Grilluðum okkur hammara og höfðum það bara kósý og fórum snemma að sofa enda bæði e-ð voða lúin.. Daginn eftir eða í gær fórum við svo að skoða Hljóðakletta og þvílík náttúrufegurð! Ég hef aldrei farið þangað áður og skil ég ekkert í því!!! læt fylgja hér með nokkar myndir sem við tókum þar....Gríðarleg fegurð!!!Flott hvernig þetta raðast allt saman....

Bjössi við einhvern klettinnÉg að pósa ~ hehe

~Kirkjan ~

Hrikalega flott allt saman!! Hittum í þessari göngu Júlíönu fænku og Gumma mann hennar, fyndið að hittast á svona stað.. En gaman samt. Fórum svo um kvöldið inn í botn í Ásbygi og það er alveg efni í annað blogg og fær það að bíða betri tíma :) Búið að vera alveg meiriháttar skemmtilegt hjá okkur og verður það alveg pottétt áfram :) Förum í brúðkaupið til Helgu Maren og Ögmundi á laugardaginn og ég hlakka alveg rosalega til þess :)

Jæja hafið það rosalega gott og eigið góða helgi.. Planið er að koma heim á mánudaginn.

Bestu kveðjur frjá norðurlandinu :) Eygló, og Bjössi biður líka að heilsa.....

3 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þetta eru flottar myndir hjá þér. Ég verð að fara þangað einn daginn í fremtiden:) Hlakka svooo til að hitta þig, ég sakna þín dúllan mín:) Uppáhalds Arnan þín:)

Erling.... said...

Blágresi er það. Bláklukka er öðruvísi. Gaman að sjá hvað þið skemmtið ykkur. Njótið þess áfram.
Pabbi

Anonymous said...

heeey hvar er rann-á-rassinn myndin?????
-Hrund