Bjössi að grilla :) já það var smá kalt ;)
Þetta var alveg einstaklega skemmtileg útilega! Við höfðum það bara kósý og spiluðum rommí, spiluðum yatzy og fórum í göngutúra um Föðurland :) Rosalega skemmtilegt að labba þarna um og hjá tjörninni sem pabbi gerði um árið!
Tjörnin :) og það er brú yfir til að fara á eyna inn í tjörninni :)
Á sunnudeginum komu svo allir úr fjölskyldunni minni á Fitina og það var stórskemmtilegt! Spjölluðum um allt og ekkert, fórum í labbitúr til að kíkja á hreiður sem pabbi hafði fundið, grilluðum og nutum félagskaps hvors annars!
Mamma og Hrund í tjaldvagninum :)
Pabbi með Petru Rut og Daníu Rut á leið að skoða hreiðrið :)
Sæææætar ;)
Skemmtileg helgi að baki, við ætlum að vera alveg hrikalega dugleg að ferðast í sumar :) Erum bæði í fríi allar helgar í sumar svo að það er lítið mál að versla í matinn og hendast af stað, love it!! ekkert smá skemmtilegt!
Ég ætla að láta þetta nægja, svona hálfgert myndablogg hjá mér en það er bara flott!
Njótið vel :)
Eygló
6 comments:
Ég samgleðst ykkur að hafa fengið svona góðan vagn á rosa góðu verði! Skemmtið ykkur bara svaka vel í sumar ;)
Og takk fyrir samveruna í gær. Það var algjör snilld!
Þín systir Íris
Mikið er þetta skemmtilegt blogg. Og gott að það var svona rosalega gaman hjá ykkur. Það var allavega rmjög gaman í gær hjá okkur öllum. Þú ert frábær. Arnan þín:):):)
Takk fyrir samveruna í gær, sammála að þetta var mjöööög skemmtilegt. Verðum að endurtaka það sem fyrst. Til hamingju með vagninn, þið voruð reglulega heppin með hann, mjög fínn.
LU mamman þín
Þetta lítur út fyrir að hafa verið hin fullkomna útilega!
Ertu semsagt komin með aðra vinnu? hvernig væri nú að segja manni frá því :D
Knús!
Sólveig
Það jafnast ekkert á við sveitina okkar, ég fæ alveg fiðrildi í magann af tilhlökkun að fara í sveitina. Til hamingju með vagninn og njótið sumarsins!
Til hamingju með tjaldvagninn ;D
Ég samgleðst ykkur svakalega hehe
Flottasti ferðamátinn ;)
Hlakka til að sjá ykkur á fitinni í sumar :)
kveðja
Hafrún
Post a Comment