Wednesday, May 02, 2007

Grasekkja!!

Kominn tími á smávegis blogg, er það ekki bara???

Helgin var alveg stórfín.. Á laugardaginn fór ég með Örnu á vorhátíð á leikskólann þeirra Daníu Rutar og Söru Ísoldar, það var mjög gaman að skoða verkin þeirra og þær svo glaðar að fá að sýna okkur allt :) fórum í bakarí eftir hátíðina og bauð svo Örnu og dætrum í heimsókn. Ekkert smá skemmtilegt, það teygðist nú aðeins úr heimsókninni, Bjössi fór að keyra kl 13 svo að við Arna ákváðum að fara út á róló með Daníu Rut og Söru Ísold og láta Þórey Erlu sofa í vagninum á meðan, það var stórskemmtilegt, og kallaði fram margar minningar, eins og t.d þegar við Arna strukum af róló og sögðum mömmu að honum hefði skyndilega verið lokað.. hehe, við komumst nú ekki upp með það! Um kvöldið höfðum við hjónin það svo kósý og leigðum okkur hina stórgóðu DÉJAVU :) Brjálað góð sko :)

Á sunnudeginum var okkur öllum systrunum og okkar fólki og svo afa og ömmu boðið í mat til pabba og mömmu :) Það var æðislegt, og svoo skemmtilegur félagsskapur! Fengum líka rosalega góðan mat, ekki það að það komi neinum á óvart, en pabbi grillaði svínakjöt og pylsur, og mamma eldaði kjúkling og meððí :) Mmmm

Bjössi fór svo á sjóinn á mánudaginn, það kom fljótt til, en hann verður í viku sem er ekkert svo langur tími, en samt sakna ég hans mikið :) Verður bara ennþá skemmtilegra að hitta gullið mitt á mánudaginn næsta! Verst er að hann er ekki í símasambandi og hef ég því ekkert heyrt í honum síðan á mánudag... Vona bara að hann hafi það rosalega gott!

Það var mæðrablessun fyrir Írisi sætu á mánudagskvöldinu.. Það komu 15 konur, og svo var ég nú á staðnum (skrýtið, þetta var haldið heima hjá mér) svo að við vorum 16.. Skemmtilegt kvöld og Íris fékk fullt af pökkum, flestir með bláu í svo að það er eins gott að það verði strákur! Sem það er næstum pottþétt :)

Tengdamamma kom suður til mín í gær, erindið var að fara til augnlæknis. Við erum búnar að bralla ýmislegt saman og hafa það gott, hún er útskrifuð frá augnlækninum sem eru alveg frábærar fréttir fyrir hana :) og okkur auðvitað!

Well... Ég er ótrúlega sybbin enda búin að vera á þvilíku flandri í dag!
Segi því góða nótt og njótið lífsins :)

Ykkar Eygló

P.s gerði eitt GEÐVEIKT í dag sem ég segi frá seinna!! Hehehehehehehe

3 comments:

Unknown said...

Har man sagt A, må man også sige B!! Eygló, engin leyndarmál;)
en reyndu að hafa það skemmtilegt svona Bjössalaus, og mundu að þú getur alltaf hringt í mig;)
love love
-youngsterinn

Íris said...

Sammála youngsternum, ekki segja A og svo bara "B kemur seinna"
Verður að segja okkur hehe :D
Sjáumst annars fljótlega ;)
kv. Íris

Erling.... said...

Aðskilnaður skerpir ástina....