Saturday, May 19, 2007

Kósý dagur :)

Dagurinn í dag var bara þægilegur :) Við dröttuðumst á lappir um hálf 11 og ég fór í búðina og keypti "brunch" handa okkur, geggjað notalegt! Fórum svo í smá bæjarleiðangur og keyptum til dæmis ramma fyrir brúðarmyndina okkar! Vorum að panta myndina sem var innifalin í myndatökunni og pöntuðum eina aðra auka til að hafa inn í svefnherberginu :) Kemur ekkert smá vel út :)

Grilluðum okkur svo lambakjöt í kvöld og höfðum það kósý, skelltum okkur svo í Húsasmiðjuna en við erum að mála baðherbergið og skipta út rörahandklæðastatífunum og því öllu, frekar ljótt það sem var og við völdum líka voða ljósan en fallegan lit á baðið. Þetta verður svooo flott þegar við verðum búin!

Bleh, hef lítið meira að segja, þetta var svo sem ekki merkilegt en samt svona pínu fréttz!!

Svo er bara fyrsta útilegan eftir 6 daga!! Ætlum að fara og vígja tjaldvagninn næstu helgi og ég hlakka SVOOOO til að fara að gera hann kósý og raða inní hann öllu útilegudótinu sem við eigum!

Eigið æðislegan sunnudag á morgun elskurnar :)

Eyglóin

2 comments:

Anonymous said...

Hæ sæta... Ég mun sko eiga mjög skemmtilegan sunnudag, erum að fara á ströndina á eftir... Notó.is Sjáumst hressar á fimmtudaginn :):):) Arna

Íris said...

Já, það er gaman að breyta til heima hjá sér! Gaman að fara í búðina og velja sér eitthvað nýtt og fallegt!
Gott þið eruð að njóta lífsins. Og já takk fyrir síðast ;) Rosa gaman :D
Sjáumst, Íris