Thursday, May 31, 2007

Sorglegt :(

Augu mín fylltust tárum þegar ég las í gær að Ásta Lovísa væri látin!
Hún hafði barist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm, krabbameinið, en látið í minni pokann. Hún kenndi manni alveg rosalega margt, hún var alltaf svo jákvæð á blogginu sínu og fékk mann til að meta lífið enn meira, maður er alltof mikið að kvarta yfir smámunum en maður á að njóta hvers dags sem Guð gefur okkur, því að við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér! Hún greindist víst bara síðasta sumar svo að þetta er ekki lengi að gerast! Þrítug, falleg, ung kona í blóma lífsins, við getum ekki skilið þetta! Ég þekkti hana ekki neitt en hafði fylgst með blogginu hennar í smá tíma og baráttuviljinn var aðdáunarverður!

Ég samhryggist öllum aðstandendum og bið Guð að vera með ykkur.

Kveðja Eygló Erlingsdóttir

3 comments:

Íris said...

Sammála, alveg rosalega sorglegt og hún kenndi manni margt!
Maður á að njóta lífsins betur, hætta að kvarta yfir því sem ekki skiptir máli!
kv. Íris

Hafrún Ósk said...

Sammála, það er þjóðarsorg út af því að hún þurfti að láta í minni pokann..
Þetta er eins ósanngjarnt og lífið getur mögulega verið.
Manni þótti/þykir svo vænt um hana og hún var sannkallaður engill sem var tekin frá fjölskyldu sinni allt of fljótt.
kv
Hafrún Ósk

Anonymous said...

Já þetta er ekkert smá sorglegt :(
er yngsta dóttir hennar ekki það ung að hún mun ekki muna eftir mömmu sinni?? það er sorglegast!!!!

kv Sonja