Tuesday, May 22, 2007

1.árs :)

Jújú mikið rétt, við Bjössi áttum eins árs afmæli í gær :) Hehe, búin að vera gift í 7&1/2 mánuð og saman í 1 ár :) Snilldin ein! Minn maður mætti heim í hádeginu með 3 rauðar rósir og það vita allir hvað þær þýða ;) Svo sætt af honum, ég var ekki einu sinni viss um að hann myndi muna daginn en ekkert smá gaman að hann mundi eftir því :)

En ég er alveg rosalega mikið upptekin þessa dagana og verð það fram á fimmtudagskvöld, já ég er að passa fyrir Örnu dætur hennar 3, verð nú alveg að viðurkenna að ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hvað það er mikil vinna að vera með 3 börn! Fjúff segi ég nú bara, vakna kl 7 til að klæða, skipta á bleyju, klæða í útiföt og greiða hár, festa þær allar í bílinn og fara með þær á leikskólann, og svo sækja þær og hafa ofan af fyrir þeim, hehe, nú hlæja allar mæður og finnst þetta ekkert mál, en maður venst þessu örugglega betur svona hægt og rólega heldur en svona allt í einu!! En þetta er ekkert annað en ágætis æfing ;) Arna er í Danmörku með pabba, mömmu og Hrund og þau eru búin að eiga alveg frábæra ferð, ég samgleðst þeim líka alveg í klessu að vera þarna úti :) Verður gaman að fá þau heim og skoða það sem þau kaupa og skoða líka myndir og svona:)

Jæja :) Guðrún og Jói og börn komu til okkar í mat á sunnudaginn og það var mjög gaman að fá þau í heimsókn, við Bjössi ætlum svo að passa aðeins fyrir þau á föstudaginn og fara svo í útileguna sem ég tel dagana niður í ;) 3 dagar, get varla beðið, svo er Bjössi búinn að fá frí í vinnunni á föstudaginn svo að við getum örugglega farið seinni partinn :) Hlakka alveg brjálað til!!!

Er hætt í bili! Þórey Erla er alveg óð að reyna að komast í tölvuna..

Gullkorn gærdagsins : Ég var að segja stelpunum að Bjössi myndi koma á eftir (vorum heima hjá Örnu) þá heyrist í Söru Ísold: "ég elska Bjössa - minn" :) hann er vinur minn kom svo á eftir!

Svo áðan voru stelpurnar aðeins að rífast í bílnum og ég segi þeim að hætta annars verði Eygló frænka bara reið, þá heyrðist í Daníu Rut, neeh, Eygló get ekki verið reið!! ýkt sætt!

Hætt í bili!

Ykkar Eygló :) barnapía, tjaldvagnaeigandi og fleira ;)

1 comment:

Íris said...

Já, ég held það sé rétt hjá þér að maður venst þessu svona smátt og smátt, amk þær sem eignast ekki 3 í einu :D
Gangi þér súper vel að passa skvísurnar, trúi því vel að það taki á en svo áttu skemmtilega og rólega helgi framundan ;)
Sjáumst
kv. Íris