Sunday, May 13, 2007

Íííííhhhaaaaaaaaaaaaaa ;)


Skemmtileg helgi að baki :)


Í gær var nú bara kósý dagur, Bjössi keypti gasgrill á föstudaginn, alveg hrikalega flott og auðvitað keypti hann St.Erling grill eða STERLING.. Bara til að heiðra tengdapabba! Hehe


Við vígðum grillið í hádeginu með því að grilla okkur pulsur! (skrifa bara pulsur til að gleðja Akureyringa) þrifum svo aðeins íbúðina en við áttum von á fullu húsi af matargestum :) eða allavega hálfu húsi! Nýja borðstofusettið okkar, sem við erum nýbúin að kaupa, frá 1971 og svoo flott, úr tekki, nýttist vel, Gústi og Anna Valdís komu ásamt Rebekku Rós og svo kom Arna með sínar dætur og Hrund :) Við grilluðum og skemmtum okkur svo konunglega yfir Eurovision :) verð nú samt að segja að ég held að Malta hafi mjög spes tónlistarsmekk þar sem þeir gáfu Englandi 12 stig!! Ég var sannfærð að þeir færu stigalausir úr keppninni en svo fór ekki alveg! Var annars bara ánægð með lagið sem vann, fannst það flott :) Hrund var ekki á sama máli og vildi heitt að Úkraína ynni.. Hehe


Ég líka kaus í fyrsta skipti á ævinni í gær.. hehe, það er örugglega ekki til ópólitískari manneskja á Íslandi!!! Hef bara engan áhuga á pólitík!! Lái mér hver sem vill! múahahaha


Skruppum austur í dag og keyptum okkur eitt stykki tjaldvagn :) :) :) :) :) :) :) :) Gleði gleði gleði! Þetta er Comp Let vagn frá 1988, vel með farinn og sætur, ætlum að fara í fyrstu útileguna um hvítasunnuhelgina og prófa herlegheitin! Jiminn hvað ég er hamingjusöm með þetta allt saman! Búið að langa í tjaldvagn lengi!!!! Svo að gleði mín er mikil, enda fátt skemmtilegra en að fara í útilegur og ferðast um landið okkar fagra ;) fórum auðvitað líka til pabba og mömmu en það er alltaf svo gott að koma þangað ;) Alltaf svo vel tekið á móti manni! Lov it!


Vorum svo að enda helgina á að grilla hamborgara og Hrund er hjá okkur og ætlar að gista, enda próf í gangi.. Jæja ætla að fara að hætta þessu blaðri!




Eygló tjaldvagnaeigandi með meiru ;)

4 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með tjaldvagninn elskan mín. Það verður gaman að fara með hann í útilegunar í sumar ;)
Það verður sko grillað MIKIÐ í sumar :)
Jæja ætla að fara í partíið ;)

Kv.
Þinn eiginmaður :*

Íris said...

Jahérna hér! Bara veldi á minni :D
Tjaldvagn, grill og hvað verður það næst??
Annars heitir vagninn ykkar Camp-let ;) En ég samgleðst ykkur innilega að hafa fundið góðan vagn á góðu verði! Verður gaman að fara saman í útilegur!!
CU Íris

Eygló said...

Ég vissi að hann héti Camp Let, hef bara ruglast, hehe :) Combi camp, Camp let.. Allt eins :) Jahá verður sko gaman að fara saman í útilegur! Eyglóin

Unknown said...

Jamm verð að kommentera núna hehehehe, ég er svo himinlifandi með lagið sem vann enda ættuð frá serbíu,,,en lagið var nátturulega bara langbesta að mér fannst, reyndar fannst mér lagið frá hungaria (er viss um að ég skrifa þetta vitlaust) rosalega flott,,ekki þetta týpiska júrovisjonlag:) En já til hamingju með vagninn, er búin að vera reyna sannfæra minn mann um að kaupa eitt stykki svona vagn í þó nokkurn tíma en það barasta gengur ekkert,,er ekkert hrifinn af þessu..hmmmmm:) Jæja bið að heilsa ykkur:) Kv Nada