Monday, December 24, 2007

Gleðileg jól :)

Þetta krúttlega jólaskraut föndraði ég sem smástelpa :) Grjónakellinguna gerði ég í jólaföndri hjá ömmu þegar ég hef verið 4-5 ára og jólaengilinn gerði ég í sunnudagaskólanum í Völvufelli, man nú ekki hvað ég var gömul en kannski 6-7 ára?

Aðfangadagur runnin upp enn einu sinni! Finnst hann næstum hafa verið í gær - finnst tíminn vera farinn að fljúga á aðeins of mikilli ferð! En í dag getum við s.s. sungið "aðfangadagur jóla er einmitt í dag og við syngjum saman lag" man alltaf þegar ég var lítið og söng þetta lag alla aðventuna en auðvitað átti það ekki við alla dagana ;)

Við hjónin höfum aldeilis notið aðventunnar! Fórum í Garðheima í gær og ég keypti híasintu, nema hvað að þegar ég kem heim segir Bjössi, sem var að taka grenið úr pokanum líka - hérna er svo hintasían! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Hló eins og vitleysingur enda jólaspenningur að nálgast hámark :) Haha... Fórum svo í jólaljósarúnt og mikið eru mörg heimili skreytt fallega og gaman að sjá öll jólatrén sem maður sá tindra gegnum gluggana :) Bjössi hitaði svo heitt súkkulaði og gaf mér í nýju bollana sem Ella Gitta gaf mér :) Rosa sætir :)
Ég fór svo á undan Bjössa að sofa, var alveg úrvinda! Búin að fara milljón sinnum í smá bæjarferðir og í pakkaútkeyrslu sem er reyndar alltaf gaman :)
En mig langar að enda á að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og njótið nú jólanna :) Takk fyrir skemmtilegt ár allir!
Elska ykkur öll!
Ykkar Eygló ~ jólin komin :):)

3 comments:

Erling.... said...

Gaman hvernig þið eruð að njóta lífsins. Hlakka til að sjá ykkur síðar í dag. Hryggurinn er kominn í pottinn og lyktin fyllir húsið.
LU Pabbi

Anonymous said...

Hlakka líka til að sjá ykkur:) Skemmtilegt blogg og snilldarföndur hjá þér. Ég á líka mína grjónakellu:) Lov U, Arnan

Anonymous said...

Elsku Eygló mín. Gleðileg Jól og farsælt komandi 2008. Vona svo sannarlega að ég fari nú að rekast á þig almennilega. Ég er að koma suður í febrúar og verð víst að stoppa í smástund. Vonandi getum við rekist saman þá. Koss og knús í hús.

Sólveig & Natalía Rán