Thursday, November 15, 2007

Kanntu brauð að baka?

Já það kann ég svo sannarlega? Ég kann meira að segja núna að baka rúgbrauð! Það tókst svona ljómandi vel enda er ég auðvitað ekkert annað en snillingur! Ég gaf pabba og mömmu brauð og þeim fannst það mjög gott, pabbi sagði reyndar að það mætti vera aðeins meira af sykri og smá salt! Ég ætla að baka aftur fyrir jólin og þá ætla ég að baka heila uppskrift! Bjössa fannst líka æðislegt að vakna við lyktina af nýbökuðu rúgbrauði og smakka á því líka :)

Annars hefur nú vikan liðið alveg óhemjuhratt að venju og aftur föstudagur á morgun, please einhver klípa mig í kinnina og segja mér að það sé bara júlí! Tíminn flýgur!!! Ég er að telja niður til jóla á svona tússtöflu í vinnunni og það eru bara 39 dagar í dag.. Ég ætla að dúlla mér að baka sörur um helgina og hafa það gott!

En þetta var bara svona smá blogg..

bæ í bili

2 comments:

Íris said...

Ég þarf svo að smakka rúgbrauðið fyrir jólin hjá þér ;) Finnst rúgbrauð yfirleitt ekkert spes en hlakka samt til að smakka þetta hjá þér ;)
Hafðu það súper gott!
Þín systir Íris

Erling.... said...

Brauðið var snilldargott...
þinn Pabbi