Saturday, November 03, 2007

Helgarfrí :)

Notalegt as always :)

Er nývöknuð klukkan 9:30 fyrir utan smá vakn þegar Bjössi fór að vinna kl 7:30 í morgun. Síðasta blogg var nú ekki langt en lýsti samt mér :) Ég er afspyrnu hamingjusöm og það er rosalega góð tilfinning :)

Það eru núna 3 vikur síðan við vorum úti og boy oh boy hvað tíminn líður hratt!! Við höfum nú lítið brallað svo sem nema vinna borða sofa :) En jú svona eitthvað samt. Við hittumst systurnar eitt kvöldið og máluðum keramik! Það var ekkert smáræðis skemmtilegt, höfum ekki málað í einhver ár svo að það var mjög gaman. Petra Rut og Katrín Tara fengu að vera með og það var alveg frábært! Þær máluðu lítil jólatré og þau voru svo sæt hjá þeim :) Ég fór og málaði jólasvein úr tréi með konunum úr vinnunni síðasta föstudagskvöld og það var mjög gaman líka, alltaf gaman að föndra fyrir jólin :) Enda er ég þvílíka jólaabarnið eins og allir sem mig þekkja vita :)

Það er líka bara 51 dagur til jóla :)

Fórum síðasta fimmtudag, ég, Arna og Hrund í leikhús. Sáum Pabbann með leikaranum sem lék Hellisbúann.. Ég gat helling hlegið og maðurinn er náttúrulega bara snillingur!!! Ég mæli samt frekar með þessu leikriti fyrir fólk sem á börn og hefur gengið í gegnum allan pakkann með meðgöngu og að fara úr að vera bara 2 í að vera með börn.. Mikið farið ofan í það auðvitað :) En ég hló helling en Arna við hliðina á mér hló margfalt meira!! :) Enda hefur hún jú verið í mörgum aðstæðum sem voru tekin fyrir í leikritinu :) Hehe... En skemmtileg kvöldstund fyrir utan beljandi rigninguna og rokið sem dundi á okkur..

Tónleikar í kvöld sem ég hlakka mikið til að fara á! Gospelkór Reykjavíkur og einhver norskur kór líka, verður æði pottþétt!!!

En núna ætla ég að fara að setja í þvottavél og þrífa smávegis hérna heima :)

Eigið alveg æðislega!!!! helgi :)

Eygló jólastelpa ;);)

2 comments:

Íris said...

Skemmtilegt blogg!! Hefði sko viljað fara með ykkur á pabbann. Sé hann bara þegar hann kemur út á DVD :)
Sjáumst svo í kvöld á tónleikunum ;)
Þín systir Íris

ArnaE said...

Já pabbinn var algjör snilld, maðurinn (Bjarni Haukur) er náttúrulega gangandi snillingur. Hlakka til að sjá þig á eftir skvísa:):):) Arnan