Friday, November 09, 2007

Rúgbrauðið hennar Hrefnu ömmu :)

Ég man þegar ég var lítil þá bakaði mamma stundum rúgbrauð :) Ég man að hún setti deigið í mjólkurfernur og bakaði það mjööög lengi eða alveg yfir nótt!! Man líka hvað þetta var gott brauð :) Ella amma var að tala um þetta brauð um daginn og talaði um hvað þetta var gott brauð, og að pabbi hefði líka bakað það en ég man ekki eftir því! Hehe.. Allavega! Ég var að baka svona rúgbrauð og það er búið að vera hálftíma að bakast, það er að minnsta kosti 13-14 klst að bakast svo að í hádeginu á morgun fæ ég mér að öllum líkindum NÝBAKAÐ ilmandi og rjúkandi heitt rúgbrauð með smjörva og ÍSKALDA undanrennu með :) Þetta er uppskrift frá Hrefnu ömmu æðibita þó ég muni ekki eftir því hjá henni þá hefur hún eflaust bakað það milljón sinnum, eins myndarleg og hún nú er :) :)

Við ætlum að hafa það afspyrnu gott og notalegt um helgina, ætlum í Byko eða Húsasmiðjuna á morgun og skoða vaska og krana inn á bað hjá okkur, en vaskurinn er mjög ljótur eftir að hafa brotnað um árið.. Svo að það er brot í honum sem var bara límt aftur í :) Ætlum aðallega að skoða veit ekki með að kaupa :) Sjáum til með það ;) ;) Ætlum líka að mála eldhúsið fyrir jólin og það verður eins á litinn og íbúðin :) :)

Hittumst í gær systurnar með börnin okkar (ég á svo mikið í þeirra börnum sko) og máluðum keramik saman, með jólaöl í hönd og pensil auðvitað og hlustuðum á jólalög, mikið var það notaleg og skemmtileg stund bara :) Frábært að eiga svo æðislegar systur og vera svona góðar vinkonur :) Lov U girls :=* Planið er að hittast aftur seinna og mála.. Yndis

Verð líka að segja að mér finnst tíminn óhugnalega fljótur að líða! Mér finnst það hálf scary að það sé komin helgi aftur því að hún er NÝbúin! Er ég ein um að finnast tíminn þjóta framhjá??

En lokaorðin mín í dag verða:

Til hamingju Anna Sigga mín og Friðjón með Snorra Karel, litla gullmolann ykkar, þið ykkar sem vitið ekki meir þá fengu þau dreng og hann var 12 merkur og 50 cm.. Algjört grjón :)

Verið marg marg blessuð elskurnar mínar og ég læt vita hvernig rúgbrauðið heppnast :)

Eygló - 45 dagar til jóla :):):)

4 comments:

Íris said...

Lov jú tú ;) Og þetta var rosa gaman og ég hlakka alveg rosa til að gera þetta aftur!
Og svo hlakka ég til að smakka rúgbrauðið sem þú ert að baka og vonandi heppnast það bara súper vel ;) Hef reyndar engar efasemdir um að :)
Þín systir
Íris

Erling.... said...

Sammála Írisi... maður verður að smakka á þessu. Njótið helgarinnar.
LU Pabbi

Anonymous said...

Umm.....
Hlakka til að smakka afraksturinn hjá þér elskan mín.
Elska þig gullið mitt

Þinn
Eiginmaður

Anonymous said...

Ó já, ég hugsa að hún mamma hfi bakað þessa uppskrift milljón sinnum.
-Og hveitskonsurnar....
-Og kleinurnar....
-Og heimabakaða hveiti- eða heilhveitbrauðið, með kúmeni sem hún tíndi sjálf...
-Mikið er annars gaman að lesa um að þið hafið hefðina í heiðri elsku frænka mín.
Þín frænka Gerða