Monday, January 03, 2005

Komin heim :)

Það var nú eitthvað tvísýnt um flugið í morgun enda frekar leiðinlegt veður! Ég átti að fljúga 8:45 en vélin fór í loftið um 9:20... flugum í svona "röri" vorum bara 7 farþegar og það var mikill hossingur á leiðinni... Mjög gaman, en Arna mín kæra hefði held ég dáið úr hræðslu frekar en að skemmta sér mjög mikið.... Hehe... fínt að vera komin norður þó svo ég hefði ekkert á móti því að vera enn fyrir sunnan.. Ekki síst í ljósi þess að Arna og co eru enn fyrir sunnan og ég ein heima.. Fínt að vera farin að vinna aftur. Ég ætlaði í greiðslumat í dag en var svo óheppin að allir bankar voru lokaðir.. fer þá bara á morgun, ég er svo spennt að vita hvað ég fæ hátt greiðslumat, og þá fyrst get ég farið að skoða íbúðir!! Ég er spennt! Læt ykkur vita þegar greiðslumatið er komið í gegn... Fyrir ykkur sem ekki vita það þá ætla ég sko að kaupa íbúð hérna á Akureyri.. Held nebbla að þó svo að Arna & fjölskylda flytji suður elti ég þau ekki! Ég kann bara svo ofsalega vel við mig hér þó svo að auðvitað sakni ég mæ familí í RVK.. Áramótin voru meiriháttar skemmtileg.. Ég á nátla einstaklega frábæra fjölskyldu sem gaman er að eyða tíma með.. Ég fór svo á áramótagleði niðrí Fíló en ég ætla ekki aftur.. Mar er að verða gamall!!! Hr. Talmar heimsótti mig á gamlársdag og fékk hann svo far niðrí Fíló, skutlaði honum svo heim og hann sýndi mér bílinn sinn.... en fyrir ykkur sem ekki vita þá er hann EKKI kærastinn minn og verður það ekki... Kannski margir að pæla, veit ei! Ég ætla nebbla að eiga mig sjálf! En það er ósköp lítið að frétta.. Jú!!! Er að fara á aðhaldsnámskeið í Átaki-heilsurækt.. Ég skráði fyrst ig og vinkonu mína í vinnunni.. Svo skráðu sig 3 aðrar í dag! Þetta verður ótrúlega gaman!! Svo strendi ég áramótaheit.. Hætta að drekka pepsi max! Fyrsti dagurinn í dag og mig langaði endalaust í PM í dag.. En ég fékk mér ekki! Gedt dugleg, drakk bara vatn í staðinn.. Jæja hafið það gott og farið vel með ykkur... ykkar Eygló speygló :) :)

1 comment:

Anonymous said...

Hmmm..Hr.Talmar??? HVAÐ?? Ég bíð spennt eftir útskýringu, og eftir símhringingu úr bankanum:) Hittumst fljótlega...knús
Anna Sigga