Friday, October 13, 2006
Long Island ævintýrið og dagurinn í gær!!
Jæja þá byrjum við aftur... Ég bloggaði heilan helling í gærkveldi en svo vistaðist það ekki og hvarf! Ég var nett brjáluð...
EN, sem sagt í fyrradag vöknuðum við frekar snemma enda var stefnan tekin á að heimsækja eins og eitt moll á Long Island, við tókum subway-ið til Westbury og þaðan tókum við svo taxa í mollið sem heitir Roosevelt Fields :) Stóórt moll... Þar var sko gaman að vera :) Ég verslaði mér alveg helling af fötum.. Victoria's secret, H&M, JC Penny's, Macy's og svco fleiri búðir fengu nokkra dollara í skiptum fyrir föt :) Allt saman mjög flott og skemmtilegt að versla! Við vorum í mollinu í 6 klukkutíma en þótt ótúlegt megi virðast þá leið tíminn mjög hratt, ég var reyndar að drepast í fótunum enda í glænýjum Sketchers skóm og ennþá að ganga þá til ;)
Næst fórum við í Walmart, og ég get með sanni sagt að ég steinglemydi öllum fótaverkjum, án alls grín þá gleymdi ég því í svona klst að ég væri þreytt í fótunum... Ég keypti alveg helling þarna því það fæst sko ALLT í Walmart, ég fann mér ótrúlega flotta veiðistöng sem ég ætlaði að kaupa mér, með hjólinu og allt á 30 dollara, en komst svo að því að hún hefði ekki passað í ferðatöskuna!! Bömmer.. Eyddum þarna 2 klst og 287 $ sem var nú lítill peningur miðað við allt sem við fengum ;) ;) Tókum taxa aftur út á Westbury og RÉTT misstum af lestinni, þá erum við að tala um ca 15 sekúndur, og þurftum því að bíða í eina klst eftir næstu lest, by the way, það var grenjandi rigning! Vorum komin heim á hótel um kl 23 eftir 11 klst bæjarferð.... Lúnir fætur, já, en samt svo mörgum sinnum þess virði :) :)
Gærdagurinn svo var tekinn í að sofa út, við sváfum til að verða 12, sem var þvílíkt gott og kósý, sérstaklega eftir svona langan og strangan dag daginn áður...
Fórum svo í Macy's sem er búð hér rétt við hliðina á hótelinu, hún er 11 hæða og 1 hæðin er með alveg helling af jóladóti... VÁ hvað ég hefði getað eytt 1000$ þar en maður þarf líka aðeins að passa sig, keypti samt alveg e-ð, og t.d jólakortin sem eru mjöög falleg :)
Tókum svo smá "fiestu" og hvíldum okkur upp á hóteli.. Um kl 16 tókum við svo aftur lestina og var ferðinni heitið að Ground Zero þar sem World Trade Center stóð, það var magnþrungið andrúmsloft að koma þarna og sjá þetta, við fórum líka á WTC safn þar sem mátti sjá video og myndir af þessum voðaatburði og myndir af fólki sem lést þarna, alveg hræðilegt..
Fengum okkur að borða þarna og töltum svo aðeins í búðir.. En bara SMÁ! Komum uppá hótel um kl 21 og höfðum það bara kósý.. Vorum svo að vakna og planið í dag er að fara í útsýnissiglingu :) Segi ykkur betur frá því seinna, reyndi að setja inn myndir á bloggið en það er e-ð ekki alveg að virka núna... En Bjössi er með myndasíðu og hver veit nema hann setji inn myndir þar??
Vona að þetta gleðji ykkur aðeins elskurnar mínar :)
Bestustu kveðjur frá New York
Eygló og Bjössi biður að heilsa ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Hæ hæ geðveikt að það er svona gaman hjá ykkur.. það er ekki laust við að það votti fyrir öfund hérna megin hehe;)
Hlakka til að sjá allt sem þið kaupið..
Love you LOTS..
Looking forward to seeing you;)
Hrund systir
Mikið held ég að þetta sé búið að vera gaman. Þar sem þið eruð búin að taka milljón og tvær myndir getið þið þá ekki sett fleiri myndir inn á myndasíðuna ykkar? Okkur langar mikið að sjá fleiri myndir frá ykkur. Barbro vinkona er að fara til NY í lok október og ég benti henni á hótelið sem þið eruð á en hún var að velta fyrir sér hvernig hún ætti að fara í mollið sem er best að versla í.
Njótið lífsins áfram, LOL mamman
Ekki drepa Bjössa í mollunum.......
Skemmtið ykkur vel og verið dugleg að skoða fleira en bara búðir. Elska þig gull. Pabbi
Vá mikið er gaman að það er fjör hjá ykkur í búðunum og gott að þið getið keypt það sem ykkur vantar og kannski aðeins meira. En mig langar að sjá meiri myndir svo ég get öfundað þið meira;);) Nei nei segi bara svona, ég er bara mjög ánægð fyir þína hönd. Hlakka til að sjá allt semþú verslar og líka þig;);) Arna systir
Jæja, best að skilja eftir smá komment hér líka. Ég er alveg græn af öfund, en þá er bara að fara safna flöskum fyrir svona ferð. Þið eruð örugglega ágæt bæði í að eyða peningum, ég held að Bjössa leiðist ekkert að versla:) Góða skemmtun áfram, kv..... Guðrún systir Bjössa cool.
Post a Comment