Friday, October 27, 2006

Meira um Karíbahafið :)

Jæja við vöknuðum um kl 3 um nóttina til að taka taxa út á JFK flugvöll í New York, við áttum flug kl 8 um morguninn en þar sem þetta er riiiisastór flugstöð þá var eins gott að vera tímanlega :)

Flugum til San Juan í Puerto Rico, þar sem við tók að reyna að anda í öllum hitanum, innrita okkur á skipið og slappa af :) Við sigldum af stað á sunnudeginum kl 22 um kvöldið eftir björgunaræfingu.. Þar sem ég hélt ég myndi látast úr hita, allir í þéttri hrúgu og allir með björgunarvestin á sér, fjúff, mér var heitt!

St. Thomas var fyrsta stoppið, við töltum smá í minjagripabúðir og fórum svo með kláf upp í fjöllin þar og það var magnað að sjá útsýnið þaðan, svo flott :) Fengum okkur ískrap þar uppi og það var svo kalt að ég fékk alveg kalt í ennið... !! En gott í hitanum :) Við áttum svo alltaf fast borð kl hálf 9 á kvöldin í kvöldmat á skipinu, þar kom þjónn með matseðil, og við borðuðum 3ja rétta máltíð á hverju kvöldi :) alltaf nýr matseðill á hverjum degi :) Við sátum með 3 öðrum hjónum á borði og einn var alveg eins og John Goodman, leikarinn, :) mig minnir að hann heiti það allavega..

Dominica var næst :) Þar var svo mikill raki að maður var þvílíkt þvalur og næstum klístraður af hita, óþægilegt? já frekar, en þar fórum við í geðveikt skemmtilega ferð upp í regnskógana, fórum ásamt 6-7 ameríkönum í sendibíl og þeir voru svo almennilegir að lána okkur fyrir aðgangseyri að fossunum, við íslendingarnir vorum bara með kort.. Rosalega gaman að sjá þessa fossa og svo langaði mig í helling af minjagripamörkuðunum þar.. En ég keypti nú samt ekki alveg allt.. tíhí :)

Barbados var næsta stopp en við sigldum á nóttunni og vorum svo komin að bryggju morguninn eftir :) Í Barbados keyptum við okkur safari ferð á opnum Land Rover jeppum og fórum þar í brjálað flottan dýragarð þar sem dýrin ganga laus! Flott dýr :) Þessi ferð tók alveg 3 og 1/2 klst og var hverrar krónu virði..

Þegar hér komið við sögu er kominn fimmtudagur en þá vorum við bara á siglingu, þá var bara um að gera að hafa það kósý, við létum líka taka af okkur myndir, í fínu fötunum og það mátti láta taka alveg endalaust af myndum án skuldbindingar um að kaupa, en við keyptum 2 stórar og 6 litlar myndir, gaman að þessum myndum svona eftir á til minningar :)

Aruba var síðasta eyjan sem við stoppuðum á. við versluðum minjagripi þar en ég man bara ekki hvort við fórum í einhverja ferð.. Minnir ekki!

Kominn laugardagur og við eyddum deginum á siglingu og að pakka niður... Við fórum út með eina stóra tösku og eina flugfreyjutösku, komum heim með tvær stórar og 3 flugfreyjutöskur, já, við versluðum aðeins :)


Þetta var ÆÐISLEG ferð í alla staði og ég blogga meira um ferðina um helgina...

Farin að hafa til kvöldmat

Eyglóin sem er að frjósa úr kulda eftir að hafa GEGNblotnað við að bera út Blaðið og Moggann í morgun, dúnúlpan mín blotnaði í gegn... Geðveik rigning..

Bæ í bili elskurnar :)

P.s nýjar myndir á myndasíðunni :)

2 comments:

Anonymous said...

HÆ hvaða myndasíðu???
er búin að bíða spennt eftir myndum!!!
kv Sonja

Anonymous said...

Einmitt hvaða myndasíðu????En annars gott að sjá blogg hlakka til að fá bréf:)Kveðja frá ofurbumbunni...