..Ótrúlega hæfileika að geta skrælt egg en skilið himnuna eftir!! Þetta eru auðvitað ekkert nema hæfileikar en þó hæfileikar sem ég gæti alveg hugsað mér að lifa án!! Hrmpf, eins og Andrés Önd vinur minn myndi segja :)
24dagar til jóla og eins og allir vita að þá líður tíminn nú hratt á gervihnattaöld, ég á þessa vinnuhelgi en ég vinn 3ju hverja helgi og mér finnst mjög stutt síðan ég átti helgina, en það er jafn langt til jóla og frá því að ég vann síðast, þegar ég vinn um helgina, ok, smá flókið en samt ekki svo :)
Ég skreytti smá síðustu helgi, svindlaði og setti aðventuljósið útí glugga, finnst hálfpartinn vera að stela af okkur einni viku af aðventunni því að jólin lenda á sunnudegi, en hver segir svo að ekki megi setja ljósið of snemma í gluggann?? Ég skreyti bara þegar ég vil :)
Ég bakaði líka 3 smákökutegundir síðustu helgi og fór svo austur með Bjössa á sunnudeginum og færði pabba og mömmu smákökur, ég held að pabbi hafi verið sérstaklega ánægður að fá spesíur ;) mér finnst svo gaman að baka smákökur og ekki verra þegar þær hitta í mark, nú eða munn ;) Ég er bara svo afbragðs smákökubakari ;)
Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar nema eina og það er svo mikil snilld að vera næstum búin, ég fatta bara ekki fólk sem dregur það að kaupa gjafirnar fram á Þorláksmessu og enda svo á að kaupa bara e-ð í stresskasti! Skil það bara ekki.. Miklu skemmtilegra að vera búin að þessu og geta gert það sem manni langar á Þorláksmessu, svo finnst öruuglega sumum það tilheyra jólunum að kaupa jólagjafirnar á Þorláksmessu og það er hið besta mál, bara ekki e-ð sem ég myndi nenna... Rosa langloka hjá mér e-ð....
Jæja bakið er e-ð að stríða mér svo að ég ætla að fara og setja í þvottavél.. Hehe..
Takk fyrir að lesa og vonandi hafðirðu gaman af :)
Eygló
Thursday, November 30, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Já gaman hahaha ég var fyrst að kommenta er að fara með bréfið á eftir strax og opnar...Þú ert geggjað dugleg að baka ég vildiað þú værir hér til að hjálpa mér ég er ekki svona dugleg ekki núna:)Heyrumstí bréfinu góða:)Kveðja bumban
Ó já ég hafði sko gaman af! Gaman að byrja daginn á að fara smá bloggrúnt og ekki verra að sjá nýja færslu ;)
Þú alltaf jafn dugleg heima við. Hann Bjössi fékk sko góða konu það er sko engin spurning!
Hafðu það gott og við sjáumst sem fyrst!
Spesíurnar þínar eru alveg spes. Alveg passlegar....mmm.
LU þinn Pabbi
Jiminn, ég hló sko ekkert smá að þessari byrjun á blogginu þínu eins og þú heyrðir:)
Já þú ert ekkert smá dugleg húsmóðir. Alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar Njössa elsku dúlla, sjásumst, Arnan
Ég meinti auðvitað Bjössa ekki, Njössa.......... Hlið við hlið takkarnir sko:):) Hadetbra
Post a Comment