Wednesday, December 06, 2006

Loftkökur :)

Eygló húsmóðir var að baka loftkökur :)
Og nú eru sko jólin að skella á, loftkökuilmurinn flæðir um húsið og ég minnist þess þegar við systurnar vorum litlar og fengum alltaf að búa til stafinn okkar úr loftkökudeigi og baka hann svo, það var alltaf mikill fögnuður þegar það tókst, stundum brotnaði stafurinn en þá bjó mamma nú iðulega alltaf til nýjan :) :) Ég á sko bestu mömmu í heiminum :) EN, þar sem ég nú bara 25 ára þá bjó ég mér til staf ;) Og hann tókst svona ljómandi vel :)

Þegar ég kom heim úr vinnunni á laugardaginn var Bjössi búinn að skreyta svalirnar með seríu og greni, setja jólaseríur í stofugluggann og eldhúsgluggann og svo á sunnudeginum setti hann líka seríu í þvottahúsið svo að það er ekkert smá jólalegt að sjá íbúðina okkar :) og vá hvað hann hitti í mark með þessum óvæntu aðgerðum ;) Algjört yndi ;)

Ég hef lítið annað að segja, langaði bara að tjá mig um loftkökurnar :)

Njótið þess að vera til :)

Eygló bakari :)

5 comments:

Anonymous said...

Loftkökurnar hjá þér eru æðislegar elskan mín.. elska þig mikið gullið mitt.

Ástarkveðja
Þinn Björn Ingi

Anonymous said...

Heyrðu ég fer nú bara að panta fyrir þig flug hérna um helgina og láta þig koma til mín til að taka til hendinni:)Það er gott að þú ert að njóta þín í húsmóðurhlutverkinu,hugsaðu þér hvað á eftir að verða gaman að gera þetta allt saman með litlu Bjössunum og Eyglóunum:)Gangi þér vel í vinnunni og öllu stappinu fyrir jólin og vonandi var eitthvað skemmtilegt að lesa bréfið...Kveðja bumban

Íris said...

Ég vona að þú hafir líka gert eitt Í svo ég geti fengið það þegar ég kem í heimsókna í næstu viku ;)
Hlakka svo til að koma og skoða brúðakaupsmyndirnar og ekki væri verra að fá smá loftkökur ;)
Þú ert frábær!
sjáumst sem fyrst!
kv. Íris

Anonymous said...

Vonandi fær kallinn þinn afleysingu, svo þið komist norður um áramótin. Það yrði æðislegt að fá ykkur í afmælið hennar Berglindar. kv.... Guðrún

Anonymous said...

Eygló............ Þú ert alveg EKTA...
Húsmóðir.... Hefur þetta örugglega frá Hrefnu ömmu og mömmu í bland:):) Arnan þín uppáhalds:)