Jæja þá er þetta nú heldur betur farið að styttast!! Og ég hlakka sko til!
Ég vaknaði eldsnemma í morgun (8.30) og var eiginlega alveg útsofin, ég alveg iðaði í skinninu að fara að fara fram úr, ástæðan? jú ég var svo spennt að fara að pakka inn jólagjöfunum og skrifa jólakortin og allt það :) Þannig að ég er að verða búin að pakka inn öllum pökkunum og er búin að skrifa um 30% af jólakortunum, er bara með "næstum því krampa" í hendinni og þar sem ég get ekki skrifað líka með hægri hendi þá er nauðsynlegt að taka smá pásu :)
Íris og Karlott og dætur eru svo væntanleg í heimsókn, mér þykir mjög gaman að fá fólk í heimsókn :) sérstaklega skemmtilegt fólk (ekki eins og ég sé e-ð að fá leiðinlegt fólk í heimsókn) við erum búin að fá brúðarmyndirnar okkar og ég hlakka til að sýna Írisi þær, þar er líka mynd af þeim hjúum þar sem þau sungu nú í okkar sæta brúðkaupi :) gaman að því :)
Fórum í gær við Bjössi í Kringluna og kláruðum að kaupa jólagjafirnar, áttum nú bara 2 eftir svo að það var nú ekki lengi gert :) en ég tók eftir því að það voru ekkert svona ógeðslega margir í Kringlunni, giska á að flestir hafi verið í Smáralind, en mér þykir nú alltaf Kringlan meira kósý!
Stefnan er svo tekin á það að kaupa jólatréð um helgina :) Ég vil fá alvöru jólatré og fara með að kaupa það og finna skemmtilegu jólalegu lyktina á jólatrésölunum :) Man alltaf eftir lyktinni af trjánum þegar við fórum fjölskyldan í denn og keyptum tréð sem við völdum :)
Jæja nóg komið af blaðri..
Ætla að fara að taka á móti gestunum :)
Eygló húsmóðir með meiru :)
Saturday, December 16, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Það er sko ekki ofsögum sagt að þú ert sko húsmóðir með meiru!! Algjörlega myndarleg húsmóðir!! Takk fyrir okkur í dag, rosa gaman að koma í heimsókn og ekki skemmdu góðu veitingarnar!!
Myndirnar eru rosalega flottar og þið getið sko verið ánægð með þær ;)
Annars með jólatrjáalyktina þá fór ég langt aftur í tímann og man eftir að vera að velja tré. Við erum nú bara með gervi en ég hugsa að ég væri alveg til í að labba eins og einn hring þar sem trén eru bara til að upplifa þessa tilfinningu aftur og finna lyktina ;)
Jæja, vonandi sjáumst við í kvöld aftur :D
Þín stóra systir Íris
Ertu búin að kaupa tré???? Hlakka til að sjá þig næst, þú ert sko alveg frábær í gegn, uppáhaldið þitt:):)
Já við keyptum tréð áðan, normannsþin, ekkert stórt en bara flott og sætt, keypti mér líka hýasintu og litla alvöru jólastjörnu og gylltan pott undir, voða jólalegt :) hlakka líka til að sjá þig Arna mín:)og Íris, lyktir á jólatrésölunni var alveg eins og þegar við vorum litlar :) Sjáumst, Eyglóin sjálf..
Ég man ekkert eftir að það væri sérstök lykt á þessum jólatrjáasölustöðum. En gott að þið njótið þess að upplifa nostalgíuna.
Elska ykkur
Þinn pabbi
Gleðilega hátíð elsku frænka og Bjössi og takk fyrir fallegu brúðarmyndina af ykkur.
Megi nýja árið verða blessunarríkt fyrir ykkur.
kær kveðja
Gerða frænka
Post a Comment