Monday, May 29, 2006

Yndið mitt eina :)

Þá er maður barasta gengin út :) Hver hefði trúað því? hehe..
Yndislegi kærastinn minn heitir Björn Ingi Jónsson, hann er mjöööög sætur, og myndarlegur! Hann er 1,93 á hæð (sem sagt 23,5 cm hærri en ég, brjálað glæsó) hann er svo mikið æði að það er mergjað! Hann er 31 árs en verður 32ja 22.júní! Hann er sem sagt 7 árum eldri en ég en það er bara til að gera okkur flottari:) Mér finnst við alveg hrikalega sætt par og er að deyja úr hamingju :) Mér líður svo ótrúlega vel með honum að ég hefði ekki trúað því að það væri hægt að líða svona vel með einhverjum :) :) Gleði gleði gleði sko!!! Hann er útá sjó núna og ég sakna hans meira en orð fá lýst!! Ég horfði á skipið hans sigla burt og mest langaði mig til að stökkva í sjóinn og synda á eftir honum en hann kemur heim í fyrsta lagi 19.júní.. Hann er vélstjóri og vinnur svo sem rafvirki þegar hann er í landi...
En gleðifréttir fyrir mig þá er þetta síðasti túrinn hans í sumar allavega!! Hann sendi mér æðislegt sms daginn sem hann fór, áður en ég fór og kvaddi hann.. Það hljómar svona : "Hlakka til að sjá þig á eftir mín yndislega og gullfallega kærasta :)" Ef þetta er ekki til að bræða mann þá veit ég ekki hvað!
En ég ætla að fara að slétta mitt fallega náttúrlega krullaða hár... Hehe, smá mótsögn þarna en so!
Njótið lífsins vinir mínir! Það er svo skemmtilegt!!
Nothing but love (stolið af Önnu Siggu síðu)
Eygló :)

8 comments:

Anonymous said...

Hæ, hæ ástfangna skvísa:):)
Innilega mikið til hamingju með kærastann þinn hann Björn Inga. Þið eruð alveg svakalega sæt saman. Vonandi verða dagarnir þar til hann kemur til þín fljótir að líða. En við sjáumst hressar skvís:):) Þín Arna

Anonymous said...

Frábærar fréttir Eygló. Mig var nú farið að gruna þetta :0) Hlakka mikið til að sjá ykkur saman.
Kveðja, Sara H

Anonymous said...

æ þið sætu sætu.. já þið eruð sko sætt par..:) gaman gaman;)

love you guys og have it good <3

smútch
Hrund
---<-@

Anonymous said...

Já sæta mín til hamingju með að fatta hvað þú vildir:)Svo veistu það að þegar hann kemur heim þá verðið þið að koma borður svo að þið fallega parið getið hitt okkur hitt fallega parið:) :)Æi ég er svo glöð að þú ert svona hamingjusöm dúllan mín,hlakka til að sjá þig:)Þín sæta fyrir norðan Helga Maren(þetta hljómar pínu gay:)

Anonymous said...

Hæ hæ Eygló! Verð bara að segja að mér finnst alveg frábært að sjá hvað þú ert hamingjusöm. Það er bara alveg frábært að heyra í Birni Inga því hann er ekkert smá happy. Ég hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið norður og fá að kynnast þér betur. Kveðja...Guðrún systir Björns Inga

Anonymous said...

Til hamingju með að vera gengin út, gamla min ;)!! Nei, nei, bara smá djók, ekki moðgast, finnst það bara æðislegt að þú skúli vera buin að finna þinn mann, óska ykkur allt gott!
Kveðja,
Doris

Anonymous said...

Til hamingju með ykkur elskan mín. Mér líst vel á hann og hlakka til að kynnast honum betur. Guð blessi ykkur og leiði hér eftir sem hingað til. Elska þig krútt.
Mamman þín

Erling.... said...

Fyrstu kynni eru bara einu sinni.
Þau eru oftast góður mælikvarði og gáfu góða tilfinningu í þessu tilfelli. Til hamingju bæði tvö.
Pabbi