Sunday, October 03, 2004

Baugasel !!! :)

Hæ allir! Jæja þá er maður komin heim úr Baugaseli... Ætla að segja ykkur frá ferðinni: Fórum í gær eftir vinnu, ég var mætt klukkan 8 en við lögðum af stað um hálf tíu! Kannski aðeins fyrr.. Við tók ca klst keyrsla á misgóðum vegum. Höhömm... En við komumst alveg á leiðarenda, hefðum komist léttilega á kagganum mínum ;) hehe... Loks var komið að brúnni og ekki hægt að keyra lengra.. Mér var strax orðið kalt, var samt ennþá inní bíl.. Fór í aukapeysuna sem ég tók með mér og fór svo í 66° flíspeysuna mína og úlpu og sjal! Setti á mig bakpokann og sængurtöskuna og tók svo gítarinn í hönd.... þá var lagt af stað... og vá ég varð ánægðari og ánægðari með nýju gönguskóna í hverju skrefi! Ótrúlega góðir, var svolítið drullugur vegur sem löbbuðum eftir, en manni varð fljótt heitt á að labba. Eftir 35 mínútur blasti Baugasel við, ég varð mjög ánægð enda dáin í öxlunum, en ég fékk góða hjálp við að bera gítarinn... Baugasel er gamall uppgerður (að hluta) torfbær.. Innan við gamla hlutann er stórt herbergi eða geymur með 4 rúmum í og þetta er voða kósý... Allir settust á rúmin og byrjað var að spjalla, innan um kuldaskjálftana í mér, en ég sem sagt FRAUS þegar ég var komin og settist niður! Þá var maður hættur að hreyfa sig og engin kynding þarna, kveiktum reyndar á gasofni en maður fann lítið fyrir hitanum frá honum. Svo eftir meira spjall þá ákváðum við að syngja saman, það var kolniðamyrkur þarna en við vorum með 2 kerti! Ég setti svona vasaljós á hausinn á mér (eins og ég væri að vinna í námu) svo spilaði mín svona glimrandi vel.. hehe ;) spilaði 4 lög svo kom Anna Sigga með þessa líka FRÁBÆRU ræðu um að endatímarnir eru komnir og við þurfum að vera vakandi og tilbúin þegar kallið kemur! Þrusu prédikari hún Singer mín! Átum svo nammi og spjölluðum og komum okkur svo fyrir í svefninn, það eru eins og áður sagði 4 rúm en við vorum 12! Hmm ég var hálfslöpp og á enga dýnu þannig að ég fékk að vera í rúmi, var mjög þakklát fyrir það, Anna Sigga er bakveik og var í rúmi, Jóna var aldursforsetinn: rúm og svo önnur stelpa sem kom með okkur, Heiður, hún var ekki með dýnu og fékk því úthlutað síðasta rúminu! Þá tók við hópferð á klóstið því allir höfðu óverdósað á gosi og vatni... ég hins vegar drakk tæplega hálfan hálfan lítra af pepsi max og þurfti því ekki að pissa.. Enda sem betur fer.. Ég var búin að pakka mér svo vel inní dúnsængina mína og mér var farið að hlýna! Ég sofnaði örugglega fljótlega eftir það..Vaknaði svo 7:15, 8:25 og9:10 og kúrði svo bara en var orðin þreytt í bakinu, en merkilegt nokk, MÉR VAR EKKERT KALT UM NÓTTINA!!! Drakk smá húsavíkurjógúrt og fékk mér smá nammi, allir átu e-ð og Friðjón eldaði kjötbollur handa Önnu Siggu sinni, rosa sætt ;) Rúmlega 11 ákváðum við að fara að labba tilbaka! Allir voru meira en til :) Það var GRENJANDI rigning á leiðinni tilbaka og buxurnar mínar urðu SVO blautar, það var eins og ég hefði farið í þær beint úr þvottavélinni og þær hefðu ekki verið undnar fyrst! En það var langþráð sjón þegar við komum auga á bílana... Keyrðum á þessum lélega vegi sem var orðinn eitt drullusvað... Þurftum 2x að fara út að ýta bílnum, konur eru massar ;) Ég var að frjósa á leiðinni heim í bílnum, fötin mín RENNBLAUT og hárið líka, brrrr x 1800! Loksins komum við niðrí kirkju og ég fór í kaggann minn og skutlaði Heiði heim! Kom svo sjálf heim rétt rúmlega 1! Skalf bókstaflega.. Fór í önnur föt, fékk mér hálfa grillaða samloku og sofnaði svo í 3 klst! Og núna er mér loksins hætt að vera kalt! Well held ég sé ekki að gleyma neinu.. Massa skemmtileg ferð og svona býr maður til minningar! Eigið öll æðislegan dag og frábæra vinnuviku.. mín verður örugglega mössuð :) Bið að heilsa í bili... Eygló útilegu-isti og kuldaskræfa... hehe ;)

3 comments:

Anonymous said...

Vá , mér finnst þú hetja að bera allan þennan farangur í þessu leiðinlega veðri. En gott það var gaman hjá þér. Gaman að lesa bloggið þitt, sérstaklega svona laaanga sögu. Ég hef aldrei svona mikið að segja:-þ Sjáumst á eftir uppáhald:):) Þín Arna parna !!

Anonymous said...

Þetta hefur verið ÆÐISLEG ferð. Það er svo gaman að lenda í svona smá ævintýrum, þurfa að labba alla þessa leið með farangurinn og vera svona mörg saman. Það er sko alveg rétt hjá þér að svona býr maður til skemmtilegar minningar ;)
Alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar!! Keep up the good work!!! :D
Þín elsta systir
Íris

Anonymous said...

Þú ert nú meiri köggullinn.....
Mamma