Thursday, October 14, 2004

Well well....

Jæja þá.. Við erum búin að vera tölvulaus í alltof langan tíma, ég er reyndar ennþá lasin og búin að vera það í næstum 2 vikur! Ég er með einkirningasótt sem lýsir sér í háum hita, bólgnum eitlum, bólginni lifur og milta og allskonar hellings aukabónus... Ég er til dæmis búin að fá mér (eða það kom bara sko...) sílíkon í augnlokin.. hahahahaha.. það er ótrúlegt hvað þau eru bólgin og asnaleg, ég er líklegast með einhvern augnvírus en það er bara sandkorn í hrúguna.Ég hef alveg ekkert að segja nema þessar 2 vikur hafa verið þær verstu í lífi mínu, mér hefur aldrei liðið svna illa! Enda er ég hætt við að fara till Afríku, hver veit hvaða sjúkdóma maður getur fengið þar? Og þá er engin Arna til að dekra við mann og hvað þá mamma eða pabbi! Allavega eins og staðan er núna þá langar mig bara að batna og fara að komast í vinnuna! Hlakka meira en ALLT til að komast í vinnuna, ég verð samt að passa að ofreyna mig ekki þar því að ég geri ekki annað allan daginn en að lyfta kössum og ég má víst ekki reyna of mikið á mig.. Jæja hef ekkert meira að segja.. Knús til ykkar allra. Ykkar Eygló sem er þreytt á að vera lasin..

3 comments:

Erling.... said...

Gott að tölvan er komin í lag. Vonandi fer þér að batna kúlan mín. Gaman að lesa bloggið þitt.
Þinn Pabbi

Anonymous said...

Hæ hæ, já þetta er þreytandi:(
Í rauninni ömurlegt, því maður heldur að manni sé að batna en þá er manni ekkert að batna.....

En þetta lagast VONANDI á endanum;)
Þín systir Hrund sem er líka með þessa hörm*****s;) einkirningasótt!
LOVE YOU!!

Anonymous said...

Æ elsku dúllan mín. Láttu þér nú endilega batna sem allra fyrst.... við hér í Vesturberginu biðjum fyrir þér á fullu. Love you lots.
Gittan Geggjaða.