Monday, October 18, 2004

Ógeð.is!!!!

Jæja núna er ég orðin mjög þreytt á þessari veiki! Ég fékk hálsbólgu fyrir nokkrum dögum einmitt þegar ég hélt að mér væri aðeins farið að batna.. Vaknaði í nótt klukkan 3, að deyja gjörsamlega úr verkjum! Ógeðslega sárt að kyngja og svo var eins og eyrað á mér væri að springa.. Ég var andvaka til að verða 8 en þá fór ég í blóðprufu, læknirinn kom og skoðaði mig og tók stroku úr hálsinum mínum, og kíkti í eyrun, það er einhver vökvi í hægra eyra en það á víst að hverfa þegar mér batnar.. Svo ætlaði ég að fara í apótekið en það var lokað.. Vantar parkódín.. Það hefur samt hjálpað að fá batnidrykkinn hans pabba.. Það er SJÓÐheitt vatn með hunangi útí og hálsbrjóstsykri.. Það slær aðeins á en mætti slá lengur á.. Ef þið fattið.. Var að sms-a stelpunni sem vinnur með mér á morgnanna. Hún er snillingur :) Hún er búin að vera að vinna líka e-ð eftir hádegið útaf veikindunum mínum.. Alger hetja.. Hún hefur svo miklar áhyggjur af því að ég komi of snemma í vinnu og slái niður.. Sem ég verð að passa mig að gera ekki! Önnur stelpa sem er að vinna með mér var í botnlangauppskurði þannig að það er allt í klessu niðrí vinnu og yfirmaður minn lætur eins og ég sé að fara að mæta á morgun! Skrýtið.is.... Jæja núna er ég aðallega að bíða eftir niðurstöðunum úr blóðprufunni og hálsastrokunni! Svo fer ég kannski suður á morgun.. Alltaf gott að vera hjá pabba og mömmu þegar maður er lasinn og gefa Örnunni minni frí! Sem er, by the way, búin að vera svoooooo dugleg að dekra við mig á allan hátt.. Elda handa mér hafragraut, gera batnidrykkinn og koma með kaldan þvottapoka og setja á ennið mitt.. Ég elska þig Arnan mín :) Jæja eigið öll góðan dag og skemmtið ykkur svolítið fyrir mig og njótið þess að mega fara út ;) Ykkar lasarusína Eygló

2 comments:

Erling.... said...

Farðu vel með þig Eyglóin mín. "Drekktu batnidrykk" ágætis orð, hlustaðu á jólin og láttu þér líða vel ef þú getur.
LU Þinn Pabbi

Anonymous said...

Elsku Eyglóin mín!!
Það er nú ekkert lítið sem er lagt á þig núna! Farðu vel með þig og vonandi kemstu bara suður sem fyrst. Reyndu að láta þér líða betur.
Þín stóra systir
Íris