Tuesday, September 19, 2006

Það grær áður en þú giftir þig....?

Ég er ekki svo viss... Ég er búin að vera svo óheppin e-ð síðustu daga.. Á föstudaginn þurfti ég að hlaupa upp að sækja e-ð dót en ég ætlaði að vera alveg milljón fljót að því nema hvað að ég hleyp of hratt og tek fram úr mér og gjörsamlega hrundi á gangstéttina, ég uppskar RISA kúlu og marblett í stíl á hnéð (sama hné og varð fyrir laski í sumar) ég fékk líka svona smiðsmarblett á puttann sem tekur víst einhverja mánuði að fara.... Pinkulítill dökkfjólublár blettur, sést alveg geðveikt... Piff piff, þurfti endilega að lenda í þessu rétt fyrir stóra daginn!! Ég er líka orðin brjálað þurr á vörunum að ég tali nú ekki um mínar margfrægu exemsprungur sem ég fæ alltaf á fingurna á haustin og veturna... Ég auðvitað rauk í Apótekið og keypti bómullarhanska til að sofa með (svo að kremið klínist ekki í sængurfötin) Allt gert til að vera sem flottust á brúðkaupsdaginn!! Svo fór ég í húðhreinsun, plokkun og andlitsbað í gær... Mmmmm hvað það var notalegt, nema það var ekki eins notalegt að þurfa að fara beint að vinna eftir á, maður verður svolítið dasaður...!!
Það gengur annars allt alveg fínt bara... Rakel frænka ætlar að greiða mér enda er hún alger snillingur og það er algjör draumur að láta hana greiða sér :) Svo mun Ólafía vinkona Írisar farða mig og hún er þvílíkt klár... Getið skoðað síðuna hennar á makeup.is :) Rosalega flott hjá henni!!
Erum að fara á morgun að klára að semja um verð fyrir veisluna, pabbi ætlar aðeins að hjálpa okkur að semja, við erum bæði óvön því, gott að eiga pabba að :) Svo ætlar hún Christina að skreyta fyrir okkur og við munum hitta hana seinna annað kvöld og skoða skreytingar heima hjá mömmu og pabba :)
Þannig að þetta er allt að smella!
Við fórum og sóttum miðana á laugardaginn og ég er að verða svo spennt að það er ekki fyndið!! Er samt ekki alveg að fatta að ég sé að fara til NEW YORK eftir 20 daga og í siglingu á Karíba hafið í viku.... Verður svo magnað! Get ekki lýst spenningi mínum með orðum.. :)
Ég ætla nú að fara að slétta hárið mitt og fara snemma í háttinn.. Mikið að gera á morgun..
Farið vel með ykkur!
The bride to be :) :) :) :) :)

4 comments:

Íris said...

Ohh, þetta er svo frábært!! Ég hlakka ekkert smá til að sjá þig á brúðkaupsdaginn þinn!
Annars ertu heppin að hnéð laskaðist en ekki einhver staður sem sést ;) Hnéð er undir kjólnum svo það er í "lagi" ;)
Hlakka til að hitta þig, komið of langt síðan síðast ;)
Þín systir!

Íris said...

Já, og þessi smiðsmarblettur, þú bara meikar á hann ef þú vilt ekki að hann sjáist! ;)

Anonymous said...

Hæhæ, bara að kvitta fyrir innlitið. Ég er orðinn frekar spennt fyrir stóra deginum enda er orðið frekar stutt í hann. Hlakka til að sjá ykkur þegar við rennum í borgina kv.... Guðrún og fylgifiskar:)

Anonymous said...

Vá það er svo mikið að gerast hjá þér núna krúttla mín að það er alveg milljón,en farðu þér aðeins hægar því að þú mátt ekki líta út eins og lestarslys þegar þú gengur upp að altarinu með honum Binga þínum.Jæja ég hlakka geggjað til að koma en samt ekki til að sitja í bíl suður því að ég er með grindargliðnun og það er ekki gott...En ég læt ekkert stoppa mig nema dauða eða e.h þeimun verra:) Hafðu það gott betra best og láttu pabba þinn hakka þetta veislulið í sig þau rukka alltaf allt of mikið:)Kveðja sætasta bumban á Akureyri