Saturday, August 12, 2006

Kommentin 40 ;)

Íris systir hafði rétt fyrir sér! Ég var bara að bíða eftir 40 kommentum til að halda áfram að blogga!! Þar hafiði það! Hrmpf.. Nei nei, ég segi nú bara svona, ég er búin að gera alveg hellings í sumar og mikið búið að vera að gera!
Ég og Bjössi minn (sem kom loksins heim þann 19.júní af sjónum við MIKINN fögnuð af minni hálfu! Var einfaldlega æðislegt að fá hann heim aftur) fórum í heimsókn norður helgina 23.-26.júní.. Sem var æðislegt, mjög gaman að fá að hitta og kynnast fjölskyldunni hans Bjössa og þetta var frábær ferð! Við trúlofuðum okkur svo við ægilega rómantískan gosbrunn í Listigarðinum :) Það var alveg æðisleg stund :) :) Ekkert smá skemmtilegt og allir voru (og eru) þvílíkt ánægðir fyrir okkar hönd :) Æðislegt!! :) Ég er svo ástfangin að ég gæti sprungið!!
Sumarið hefur svo liðið auðvitað alltof hratt, við keyptum okkur íbúð í Vesturberginu, við keyptum af pabba og mömmu, en íbúðin er 4ra herbergja og 98 fm2, opin og björt og frábær íbúð :) Ég er svooo hamingjusöm þarna og það fyndna er að ég ólst upp frá 6-12 ára aldri í alveg eins íbúð í stigaganginum við hliðina á! Gaman að því, kann alveg ofsalega vel við mig í Vesturberginu enda búið lengst af ævinnar í Breiðholti :)
Ein útilega að baki :) Fórum nokkur úr mömmu fjölskyldu á Apavatn og það var alveg frábær helgi! Loksins komst ég aðeins í smá sól en þar var tekin mynd af handleggjunum á okkur Írisi og það er án djóks eins og svertingi og albinói!! Fyndið! :) Svo komu allir á laugardagskvöldinu og við grilluðum saman, mjög skemmtileg útilega!
Kotmótið var auðvitað alger snilld! Og kannski sérstaklega gaman þar í ljósi þess að ég missti af því fyrir ári! Ég naut þess í botn að vera þarna og mér finnst alltaf jafn gott að koma í sveitina mína, enda er ég hálfur Kotari og gæti ekki verið stoltari af því! :) Við tjölduðum niðrá Fit en þar eiga pabbi og mamma (eða við eins og ég segi alltaf) land sem er einn hektari.. Pabbi er búinn að reisa kofa þar og þar var Arna með gullin sín og við systurnar plöntuðum okkur svo í tjöld og tjaldvagna :) Virkilega skemmtilegt samfélag, en pabbi og mamma keyrðu á milli Kotsins og Selfosss :)
Bjössi sæti er núna í Evróputúr sem tekur 12 daga, ég sakna hans alveg hræðilega en það verður þá bara ennn skemmtilegra að fá hann heim :)
Við ætlum að gifta okkur þann 7.október í Selfosskirkju og það eru 8 vikur til stefnu í dag en það er nóg sem á eftir að undirbúa, samt gengur það nokkuð vel, bara alveg ótrúlegt hvað það er endalaust sem þarf að gera!! En það er bara skemmtilegt!!
Jæja keiluferð framundan í kvöld, við systurnar ætlum að fara (maður veit samt alveg að Íris vinnur en so! Bara gaman að vera með ;) )
Hafið það gott og njótið lífsins :) Það er ég sko að gera :) Lífið er dásamlegt!!
Ykkar Eygló sem vonandi lætur ekki líða svona langt á milli blogga næst!!
P.s Íris takk fyrir vatnið í dag ;) Það var mjöög gott og svalandi ;) ;)

5 comments:

Íris said...

JESS!!!!! Það virkaði :D
Til hamingju með að vera búin að blogga aftur :D Annars er ég sammála með þessar TVÆR útilegur sem eru að baki hjá þér ;) Þær voru báðar æðislegar!
Ég hlakka mikið til að vera við brúðkaupið þitt! Þú verður alveg stórglæsileg brúður!
Sjáumst hressar í kvöld og btw. það var lítið með vatnið :D Þetta var bara snilld, sérstaklega baðherbergið ;)
Cu

Anonymous said...

hjartanlega til hamingju með trúlofunina!;) samgleðst þér innilega:) vildi óska að ég væri í þínum sporum;) Guð er góður:)

kv.Eva Dögg

Anonymous said...

Ég datt inná síðunna þína og langaði að óska þér til hamingju með trúlofunina og það er frábært að sjá hvað þú ert hamingjusöm :)

Kveðja að norðan,
Vala&Patrik Smári

Anonymous said...

Já bara blogg:)Kannski ferð þú bara að fá bréf svona i verðlaun:)
Kveðja þessi lata að norðan...

Anonymous said...

Hæ skvísa:):)
Til hamingju með hann Bjössa þinn. Það er svo gaman að sjá hvað þið eruð hamingjusöm saman. Hlakka svakalega til að koma í brúðkaupið þitt. Þið verðið öll svo flott að ég tali nú ekki um braðarmeyjarnar;);) Sjáumst, Arnan þín:)