Tuesday, August 22, 2006

Brúðkaupsundirbúningur :)

Jæja jæja jæja!
Í dag eru nákvæmlega 40 dagar í brúðkaupið og mín svona nett farin að stressa sig! Þó eru stærstu hlutirnir komnir, kirkjan, salur, ljósmyndari, söngvarar í vígslunni, prestur, hljóðfæraleikarar, bílstjóri, kjóllinn minn :) :) :) Bjössa föt og hringaberans föt :) Allt saman klappað og klárt! Ég fór svo í gær með systrum mínum í Smáraland og vorum við að skoða brúðarmeyjakjóla!! Vá hvað við skemmtum okkur vel, systur mínar höfðu nú mjög ákveðnar skoðanir á kjólunum en ég er auðvitað að fá dætur þeirra lánaðar :) Brúðarmeyjar verða Danía Rut (dóttir Örnu) og Petra Rut (dóttir Írisar) báðar 4ára :) Hringaberi verður svo Davíð Máni (sonur Guðrúnar, systir Bjössa) Hann er að verða 5 ára! Allt saman afspyrnu myndarleg börn!! Við fundum í sameiningu rosalega krúttlega og flotta kjóla í Adams og svo svona hálfar peysur við.. Ógurlega sætt og þær verða endalaust flottar litlu skvísufrænkur mínar :) Boðskortin eru líka tilbúin en hún Íris tölvusnilli hjálpaði mér við þau (eða sko ég sat alveg hjá henni meðan hún gerði þau) Hehe... Gott að eiga Írisi fyrir systir sko.. Takk Íris :)
Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt en um leið stressandi því að það er svo MARGT sem þarf að gera, endalaus smáatriði að það er ekki fyndið! Svo kostar allt peninga :) (Eins gott að maður er búinn að vera að safna klinki í bauk) Hehe.. Ég er búin að finna brúðarvöndinn en ég segi ekki meira nema hann er FLOTTUR!!! Auðvitað.. ;)
En að öðru! Ég er loksins að fara í SUMARFRÍ!!!!!!!! Það má nú næstum kalla þetta haustfrí enda segir veðrið það manni eiginlega frekar en að það sé sumar.. Ég vinn föstudaginn og verð svo í fríi í tæpar 2 vikur :) :) Mikil gleði það.. Ég tek 8 virka daga og svo örugglega 3 vikur kringum 7.október :) Vibbý :) Verður ekkert smá æðislegt að fara í smá frí, ég er búin að vinna í ALLT sumar, mínus einn orlofsdag sem var föstudagur á Kotmóti.. Var síðast í almennilegu fríi í júní í fyrra svo að það er eiginlega kominn tími til!! Við förum norður á laugardaginn og verðum fram á þrið/miðv.dag... Svo er ég búin að panta miða fyrir okkur á Footloose þann 31.ágúst svo að sumarfríið mitt verður BARA skemmtilegt, hitta slatta af vinum fyrir norðan og hafa það gott :)
Bjössi minn er kominn heim og vá hvað ég var glöð að sjá hann loksins (hann var á sjó í 12 daga og mér leið eins og það væru 2 mánuðir) Gott að fá hann heim :)
Jæja ég held ég fari að hætta þessu pári...
Njótið lífsins vinir og hafið það ofsalega gott!!
Eyglóin hin mjööög svo hamingjusama!! :)

10 comments:

Anonymous said...

hæ hæ gaman að sjá þig í gær :) hlakka til að sjá þig í brúðarkjólnum og alla hina líka... Þetta styttist :)
verðum að hittast fljótlega!
kv Sonja

Íris said...

Frábært hvað gengur vel í undirbúningnum! Ég hlakka svooo til að mæta í brúðkaupið ykkar! Svo spilla brúðarmeyjarnar ekki fyrir ;)

Hafrún Ósk said...

Innilega til hamingju Eygló með kærastann, trúlofunina og væntalega giftingu.
þú veist að "good things come for those who wait".... svo það er kominn tími á yndislega uppskeru hjá þér. Megi hamingjan hossa þér um alla lífsins malbiks- og malarvegi....
kveðja
Hafrún Ósk

Anonymous said...

Þessi tími fram að brúðkaupinu þínu verður aldeilis skemmtilegur, ekki efast ég um það. Ekkert stress, bara gaman. Ég allvega hlakka mikið til að hjálpa þér við undirbúninginn núna þegar ég er komin heim. Njóttu sumarfrísins í botn því allt hefur sinn tíma.
Elska þig gullið mitt og samgleðst þér. Mamma

Erling.... said...

Gott að þið eruð að njóta lífsins svona saman. Þetta er góður tími og skemmtilegur.
Ég elska þig
Þinn Pabbi

Anonymous said...

vá hvað þetta hlítur að vera gaman hlakka mikið til að fara aðundirbúa mitt bröllöpp:)...það er ekki langt síðan þegar við vorum 14 ára gelgjur flissandi í strætó;P...enlangar voðamikið að fara að hitta þig fer bráðum að þurfa að fá módel:)...á sko eftir að bjalla í ykkur systurnar er byrjuð að læra að gera neglur:)..en jæja kk var að baka einhverja góða lykt;p handa mér þannig að ég verð að hætta...chá chá elsku frænka þín frænka emilia

Anonymous said...

Það er líka að frábært að lesa bloggið þitt :)
Allt svo frábært og indislegt :)
það gerir ástin :)
ég samgleðst þér svo mikið elsku Eygló mín :)
Ég var nú reyndar að vonast efir í allan dag að þú kæmir í búðina :0)
en það væri frábært að fá að hitta þig :) og sjá þinn heittelskaða :)

Kveðja Kolbrún ofurgella

Anonymous said...

hae skvis!
Mikid ofbodslega lidur timinn hratt! eg samgledst ther otrulega innilega med allt sem er i gangi hja ther!

Hvenaer faer madur ad sja mynd af manninum thinum?? :)

bestu kvedjur ur London,
Svansa

Íris said...

Ertu nokkuð að bíða eftir 50 kommentum núna???

Anonymous said...

Sæl Eygló..langaði bara að óska þér innileg til hamingju með alla þessa hamingju og bara vá hvað allt er gott hjá þér.Gaman að sjá hvað þú ert hamingjusöm með lífið og tilveruna.Gangi þér..& Bjossa auðvitað líka..rosalega vel með brúðkaupsundirbúninginn & eigið góða daga og æðislega framtíð.
kv
Inga Huld.