Sunday, April 15, 2007

Sumarbústaðaferðin :)











Fórum af stað í bústaðinn á föstudaginn kl 16 :) Æðislegt að ná að leggja svona snemma af stað en Bjössi var búinn eilítið fyrr í vinnunni svo að við fórum bara eins fljótt og auðið var ;)
Komum við hjá pabba og mömmu til að fá regngalla lánaða því að veðurspáin spáði mikilli rigningu :) Sem reyndist svo sannspá!! ...
Vorum svo komin rúmlega 18 í bústaðinn og var hann svona líka kósý, svokallaður A-bústaður eða eins og tjald í laginu, gamall en rosalega notalegur :) Leigðum hann hjá vélstjórafélaginu.. allt mjög fínt þarna! Elduðum okkur urrriðann sem Bjössi veiddi um daginn og tókst það alveg ljómandi vel.. Grillið var gaslaust svo að við gátum ekki grillað hann en við grilluðum hann því í ofninum, riiisagóður, hvítlauks og steinselju kryddaður, slúrp! Fórum svo í pottinn um kvöldið og það var ekkert smá notalegt! Og ég gerði mér lítið fyrir og synti mitt eina bringusundtak yfir á hinn bakkann.. (sbr síðustu færslu) hehe... En það var kósý að vera í pottinum.. Spiluðum svo yatzy og rommí til skiptis og skemmtum okkur stórvel :)
Á laugardeginum var sofið til ca 10.. Hefði svo sem alveg getað sofið lengur en bakið mitt neitaði, enda ekki alveg bestu dýnurnar þarna :/ Við fórum aðeins í Minni-Borg til að fá nýjan gaskút og svo skutumst við á Selfoss og fórum aðeins í Bónus, komum svo AFTUR við hjá pabba og mömmu og fengum lánuð fleiri handklæði því að þessi 2 sem við tókum með voru ekki lengi að rennblotna eftir pottarferðina.. Fórum svo aftur í bústaðinn og klæddum okkur vel til að fara út að labba og skoða umhverfið! Það var fínt, ég var í brjáluðum regnstakk af Hrund en ekki rigndi dropi meðan við vorum úti en það var þó gott að vera tilbúin fyrir rigninguna :) Skelltum okkur aftur í pottinn áður en við ætluðum að grilla svínakótiletturnar :) Það var voðakósý nema hann var ALLTOF heitur fyrst og tók svolítinn tíma að kæla hann niður... Grilluðum svo um kvöldið og höfðum það kósý saman og fórum svo í 3ja og síðasta skiptið í pottinn :)
Svaf til 9 í morgun, var orðið alveg vel illt í bakinu og gat því ekki sofið lengur.. fór því niður og fékk mér að borða, fljótlega heyrði ég umgang uppi og var þá Bjössi að koma á fætur :) Mér til mikillar ánægju! Lögðum okkur svo aftur og fórum svo að taka saman um hádegið.. Vorum farin kl 13:30! Keyrðum Þingvallaleiðina heim og var það mjöög skemmtilegt! Kíktum á Almannagjá og vá flott sko, einn hafði hent debetkortinu sínu þar ofan í og fannst okkur það frekar skondið! En gaman að koma þarna :)
Enduðum svo helgina á að grilla hérna heima (home sweet home) með Örnu og Hrund.. Gaman það :) Er samt e-ð voða lúin og fer örugglega snemma að sofa..
Eigið góða vinnuviku elskurnar og mín vika verður örugglega góð :)
Ykkar Eygló sem hlakkar til að fara í næsta ferðalag :) Svo gaman!

4 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir helgina elskan mín þetta var notalegt :)
Elska þig ,,allan hringinn,,

Ástarkveðja
Þinn eiginmaður.

Íris said...

Nohh, bara allir farnir að nota orðalagið okkar Petru Rutar ;)
Gaman að því!
Gott að þið nutuð ferðarinnar en það er svoldið fyndið að lesa þetta því þú ert svoldið formleg í frásögn ;) hehe
En ég hlakka til að hitta þig næst!
Verður samt ekki fyrr en í fyrsta lagi næstu helgi þegar prófatörnin mín verður búin!!
Þín systir Íris

Anonymous said...

Gott hjá ykkur að drífa ykkur í bústað saman, það er svo gott fyrir alla að eiga svona gæðatíma saman fjarri amstri hins daglega lífs. Ég er stolt af ykkur og elska ykkur. Sjáumst hressar. LU mamman

Anonymous said...

Hæ... ertu ekki með msn????
hvernig er með hana Örnu, ætlar hún ekkert að hafa saumó???
kv Sonja