Tuesday, April 10, 2007

Páskar og fleira :)




Óendanlega flotta páskaeggið sem ég bjó til sjálf handa Bjössa mínum :) Það var svo stórt að við borðuðum það svo saman :) Þvílíkt gaman að gera svona sjálf!!!
Páskarnir voru alveg æðislegir, en eins og venja er þá var ég auðvita að vinna þá daga sem ekki bar lokað, ég er bara svo heppin að eiga alltaf vinnuhelgi þegar hátíðir eru! EN, það má samt gera gott úr þeim dögum sem ég var í fríi. Við kíktum á samkomu á föstudaginn langa og var hún bara mjög góð :) Þegar heim var komið elduðum við hamborgarhrygg, ég fékk hann í jólagjöf frá vinnunni og var kominn tími til að elda hann. við áttum svo hálfs árs brúðkaupsafmæli daginn eftir svo að þetta var tilvalið svona "til að halda uppá það matur" matargerðin heppnaðist mjöööög vel, viðhöfum aldrei eldað svona "jólamat" áður og tókst það ótrúlega vel miðað við það! Ég brúnaði kartöflur og það var það eina sem ekki heppnaðist fullkomlega.. En ég brenndi þær samt ekki!!! Verð bara að taka það fram...
Svo var ég nú bara að vinna frá 9-21 á laugardaginn og ekkert skemmtilegt um það að segja ;)
Páskadagur : Ég vaknaði frekar snemma! Var svo vön að fara þá á fullt að leita að páskaegginu mínu, en þetta árið var því öðruvísi farið! Orðin gift kona, og var hvort eð er búin að sjá páskaeggið "mitt" þar sem bjó það jú til sjálf! En ég saknaði þess nú samt að þurfa ekki að leita ;) Vorum komin til pabba og mömmu um 12:30, en þau bjuggust við okkur um 14,15 svo að það var gaman að koma aðeins fyrr og vera með þeim að borða páskaeggin :) Íris og Karlott komu svo um 2 minnir mig og það var æði að vera svona öll saman, okkur var öllum boðið í mat um kvöldið og auðvitað vildum við allar koma fyrr :) Í matinn var svo lambalæri og hryggur og svona gamaldags brún sósa með kartöflum og gulum baunum, svona "hlaupa heim úr sunnudagaskólanum - matur" Mmmmmmm góður! Í eftirrétt var svo leyndarmál, það mátti enginn koma inní eldhús meðan pabbi lagði lokahönd á leyndóið! Og svo TA-Ra... Það var grjónagrautur með karamellurjómanum sem er jólaeftirrétturinn okkar... Hann er bara OF góður til að borða bara einu sinni á ári!! Algjörlega ómótstæðilegur! Það var einnig ís í eftirrétt sem Bjössi bjó til og voru þeir líka alveg hrikalega góðir... Pabbi bjó líka til karamellu eins og hann gerði alltaf annað slagið þegar við systurnar vorum litlar.. Og slúrp :) jammí góð sko! Well, fórum svo heim kl 22:30 um kvöldið eftir mjög vel heppnaðan dag!
Bjössi fór að veiða í gær með pabba og Karlott, og hann veiddi einn urriða 3ja punda sem við ætlum fljótlega að grilla, snillingur maðurinn :) Ein montin ... hehe! já og ég var að vinna í gær 10-21 svo að ég er í fríi í dag, ætla að pússa eins og eina til tvær hansahillur :) búin að pússa eina og bera á hana olíu og munurinn er roosalegur!
Njótið nú lífsins :)
Verið blessuð og þangað til næst :
Bæ :)

5 comments:

Eygló said...

Ég er búin að reyna 3x að breyta færslunni til að hafa greinaskil, þið verðið bara að láta ykkur hafa þetta! Hrmpf! Eyglóin

Anonymous said...

"Ekkert skemmtilegt um það að segja" Hrmpffff, ég var að vinna með þér, var það ekki ánægjulegt? Hehe, ég skil þig samt að finnast ömó að vinna þegar Bjössi á frí. Takk fyrir síðast skvíz og við sjáumst vonandi sem fyrst:):) Arnan uppáhalds...

P.s. Flott páskaeggið og gaman að sjá nýtt blogg:):):)

Anonymous said...

Ekkert skemmtilegt um það að segja - jájá félagi við Arna vorum báðar þarna með þér litli labbi!!
haha en samt gaman að lesa bloggið þitt og gott hjá ykkur að halda uppá 6 mánuðina með góðum mat, og sérstaklega skemmtilegt fyrir ykkur að eyða sjálfu hálfs árs afmælisdagskvöldinu með okkur Örnu;) er það ekki??

hehe heyri í þér skvís
-youngsterinn

Anonymous said...

hahahahaha úps ég var ekki búin að lesa fyrri kommentin áður en ég skrifaði sjálf.. greinilegt að við Arna hugsum eins!

love love
- ég aftur

Unknown said...

Hæhæ (:
Þið eruð nú alveg sko konurnar í þessari fjölskyldu.. Ekki nóg með að þið bakið flottar tertur, prjónið ótrúlega flotta hluti..heldur kunnið þið að búa til PÁSKAEGG??!!!! Nú gekkstu endanlega fram af mér elsku Eygló..haha.. og sko fótur,páskaungi og allt á egginu.. VÁ.. Jahérna hér.. segi sko ekki meir..
Jæja hafðu það bara sem allra allra best.. Sjáumst vonandi fljótlega.. Kær kveðja.. Lína pína..