Saturday, March 31, 2007

JÆÆÆÆÆÆÆJ-a

Bloggletin endalausa.....

Er orðin hálflöt við þetta bloggdæmi enda hef ég sjaldan frá einhverju rosa merkilegu að segja!

En allavega, þessi helgi er fríhelgi hjá mér og hún er sko nýtt til hins ítrasta! Fórum áðan hjónin í Kolaportið og skoðuðum mannlífið, alltaf gaman að koma þangað og skoða :) Keyptum okkur hveitikökur þar en þær eru nú samt ekki nærri því eins góðar og Hrefna amma bjó alltaf til ;) Mmm þær voru æðislegar! Kíktum aðeins í Djásnið en þar eru seldar ýmsar svona "afrískar" vörur, mjög flottar... kíktum líka aðeins í Hagkaup en það var stutt stopp :)

Gestaherbergið okkar er að verða ekkert smá flott! Bjössinn minn málaði það um daginn en það er beinhvítt á litinn eða alveg eins og íbúðin er :) Svo áskotnaðist okkur hansahillur sem amma og afi áttu, en það er nýbúið að skipta búinu þeirra og fengum við slatta af hlutum þaðan, Hildur frænka fékk hansahillurnar í sinn hlut en hafði ekkert að gera með þær og bauð pabba þær sem svo leyfði okkur að fá þær, enda er ég svo gamaldags að þetta var eins og að fá fjársjóð, ætlum bara að pússa þær upp og bera á þær húsgagnaolíu og þá verða þær ennþá flottari.. erum samt sem áður búin að setja þær upp en ekkert mál er að taka þær niður eina og eina í einu! Þannig að gestaherbergið er að verða alveg rosalega kósý, verður líka frekar gamaldags herbergi :) En það er bara svo mikið ég!

Ætlum svo að taka baðið aðeins í gegn fyrir sumarið en það er vel kominn tími á að mála það enda ljósbleikbrúnt á litinn, verður flott þegar við verðum búin að gera það eins og við viljum hafa það.. Ekki bleikt, takk!

Annars er lítið að frétta en samt allt gott :) Ætlum að hafa það notalegt um helgina og njóta lífsins.. Gjörið slíkt hið sama kæru lesendur, (ef einhverjir eru ;) )

Eyglóin sem er í fríiiiiiiiiii!!! ;) ;)

7 comments:

Íris said...

Uuuu, jú jú, ég les ennþá bloggið þitt þó það mætti vera meira líf hér ;)
Gott hjá ykkur að njóta frísins til hins ítrasta!
Sjáumst nú á morgun í fermingunni ;)
kv. Íris

Íris said...

Uuuu, jú jú, ég les ennþá bloggið þitt þó það mætti vera meira líf hér ;)
Gott hjá ykkur að njóta frísins til hins ítrasta!
Sjáumst nú á morgun í fermingunni ;)
kv. Íris

Erling.... said...

Alltaf gamnan að lesa bloggið þitt. Sjáumst síðar í dag.
LU Pabbi

Anonymous said...

Ég les líka alltaf bloggið þitt loksins þegar ég fer í tölvuna sem er ekki oft núna.Hey við verðum að fara að skrifa aftur sakna þess:)En jæja þá getur maður farið að koma með alla fjölskylduna í heimsókn til að gista hehehehehehehe ætli ég myndi nú leggja það á þig:)Jæja hafðu það gott mín kæra og vonandi maðurinn þinn líka Kveðja Helga sem er í fríi og ekki fríi fram í sept í það minnsta:) hahahahahahahahahah

Anonymous said...

Hæ, gaman að heyra að þú hefur ánægju af gömlu hlutunum hennar mömmu...
Til gamans skal ég segja þér að skápurinn í hansahillunum er frá mínum fyrstu búskaparárum og gaf ég mömmu hann og eitthvað af hansahillunum þegar ég fékk mér hillusamstæðu í stofuna mína...
-Skemmtilegt að vita af þessum hlutum hjá þér.
Ég er svona eins og þú, hef gaman af gömlum hlutum og má hreinlega stundum passa mig að verða ekki eins og hrafninn sem safnar öllu þó hann hafi ekkert að gera með það:)
Kær kveðja Gerða frænka

Anonymous said...

Heyrðu sæta mín það getur nú bara verið að við komum suður um næstu mánaðarmót en ég veit það ekki alveg.Vonandi sjáumst við þá og farðu nú að skrifa:)Kveðja úr snjónum á Akureyri:)

Íris said...

Jæja Eygló! Nú ertu sko komin með gommu af kommentum ;) Ætti að gefa þér góða ástæðu til að halda vel áfram að blogga ;) ;)
Cu
Íris