Wednesday, March 14, 2007

Norðurferð :)

Við lögðum af stað norðu á Akureyri snemma á föstudaginn síðasta! Planið hafði verið að fara beint eftir vinnu á fimmtudaginn en færðin hafi orðið bandbrjáluð og við erum svo skynsöm að við ákváðum að bíða fram á næsta morgun :) Keyrðum í ágætu veðri minnir mig, ég er að verða alveg hrikalega gleymin.. Stoppuðum í Staðaskála og keyptum okkur pylsu, sem var reyndar held ég versta svona "sjoppupylsa" sem ég hef á ævinni keypt.. Vorum svo komin norður milli 14 og 15... Við tókum íbúð á leigu sem vélstjórafélagið á og fór alveg rosalega vel um okkur þar, ég var byrjuð að vera e-ð slöpp strax á fimmtudeginum svo að það var fínt að vera í sér íbúð ef ég þyrfti að hvíla mig, sem ég þurfti svo þegar leið á ferðina!

Á föstudagskvöldinu pöntuðum við pizzu með Guðrúnu og Jóa, Áslaug var með og einnig Gummi, rosalega góðar Domino's pizzur og skemmtilegur félagsskapur!

Laugardagurinn var nýttur í að sofa smá út minnir mig, aftur minnið að hrekkja mig, vorum svo mætt í hádeginu til tengdapabba í Skarðshlíðina í grjónagraut og slátur, slúrp, eendalaust góður grautur sko ;) Fórum svo fljótlega eftir það út á Dalvík að heimsækja afa og ömmu hans Bjössa, þau eru komin á Dalbæ sem er elliheimilið á Dalvík og þar fer svona vel um þau, þau sjá líka gamla húsið sitt beint af augum af ganginum svo að það er örugglega gaman fyrir þau :) Bjössa fannst samt skrýtið að heimsækja ekki afa sinn og ömmu á Hólaveginn þar sem þau bjuggu í fjöldamörg ár!! Get rétt svo ímyndað mér það..

Fórum upp í íbúð þar sem ég var að slappast e-ð, lagði mig aðeins og heimsóttum við svo Önnu Siggu og Friðjón, þau sætu hjón, alltaf svo gaman að hitta þau :) Þau voru nýlega komin heim frá París og var gaman að sjá myndir sem og video ;) gátum því miður bara stoppað rúman klukkutíma þar því að okkur ásamt Guðrún og co og Gumma auðvitað var boðið í mat hjá tengdapabba, lambalæri var það með kartöflum og grænmeti og bernaissósu... M-M-M mjög svo gott :) Fengum svo heimatilbúinn ís í eftirrétt sem var líka algjör snilld!!

Jæja svo um kvöldið heimsóttum við loks Helgu Maren og Ögmund og syni, loksins fengum við að sjá Bergvin Daða, hann er algjör prins og mjög fallegur, og bara æðislegur :) gaman að hitta þau loksins enda ekkert hist síðan í brúðkaupinu í október!!

Sunnudagurinn.. Fórum í jólahúsið og verð ég að segja að það er með eindæmum gaman að fara þangað, það er svo rooosalega flott þarna inni og sérstaklega eftir að þeir stækkuðu... Ég keypti þar einn jólasvein sem telur niður til jóla, alveg hrikalega flott!!! Kíktum svo aðeins á Áslaugu og skutluðum henni svo á samkomu :) Við fórum í búð og upp í íbúð.. Þar lagði ég mig í 2 klst, steinrotaðist enda orðin slatti slöpp! fórum svo í smá heimsókn til tengdapabba og og svo á Greifann, fengum okkur pizzu nautabanans en hún er SNILLD!!! Með nautakjöti og frönskum og bernaissósu :) Heimsókn til Guðrúnar og Jóa, ég kíkti á Sólveigi, mikið gaman :) kíktum svo í lok kvölds á Jónu Maríu en ég hafði þá ekki hitt hana í rúmlega 1 og 1/2 ár, eða síðan ég flutti suður! Æðislega gaman að hitta hana :)

Keyrðum heim á mánudeginum og ég búin að vera lasin heima síðan, með hita og hósta og brjálað kvef, illt í eyrum og fleira.... oj bara, en ég ætla þó að fara í vinnuna á morgun!!

Jæja, og í dag er miðvikudagur og ég ætla að fara að setja í þvottavél, allir glaðir að vita það!

Verið margblessuð vinir :)

Ykkar Eygló lasarus

4 comments:

Anonymous said...

Hæ skvís, gott að það var gaman hjá ykkur hjónum að skreppa norður og hitta vini ykkar og fjölskyldu. Þú ert frábær, Arna sys

Íris said...

Gott að þú ert orðin hress skvís ;)
Alltaf leiðinlegt að vera lasin og leiðinlegt að það skuli akkurat hitta á Akureyrarferðina ykkar.
Habt das gút söster :D
Íris

Anonymous said...

Úpps! Til hamingju með afmælið! Fyrir löngu! :-) Stebba

Anonymous said...

hæ :) það var sömuleiðis voðalega gaman að hitta ykkur, vonandi líða nú minna en 1 og 1/2 ár þar til ég sé þig næst :D