Monday, January 28, 2008

Hva!

Engin komment í rúmar 2 vikur ;)

Hrund hringdi í mig í vinnuna áðan og bað mig að sauma fyrir sig rauðhettuskikkju :) Ég var nú ekki alveg að sjá það fyrir mér að ég gæti það því að ég hef ekki saumað í örugglega 10 ár! eða allavega hátt í það! En þetta tókst nú alveg :) Við erum svo gott team við Hrund.. Bjössi nefnilega var að taka til í geymslunni um daginn og fann gömlu saumavélina hennar mömmu sem ég hélt að ég hefði löngu týnt! Ég get ekki ímyndað mér hversu margar klukkustundir ég eyddi við þessa yndis saumavél þegar ég var unglingur :):):)

Jæja þetta var bara svona smá blogg :)
Njótið lífsins - það er blessun :)
Eyglóin ykkar hamingjusama

2 comments:

Erling.... said...

Það er gott hvað þið eruð góðar vinkonur allar systurnar. Flottur búningurinn.
LU all

Anonymous said...

Æjjj nennirðu að skella í einn öskudagsbúning fyrir mína skottu... þú getur þá kannski reynt að semja við hana líka hvað hún vill vera á öskudaginn.
knús í hús!