Tuesday, February 01, 2005

Ég er orðin íbúðareigandi!!!!!!!!!!! :)

Loksins! Ég fór í hádeginu og skrifaði undir pappírana! Hryllilega er þetta spennandi, það var sett 7,2 á hana, ég bauð 6,7 og fékk gagntilboð uppá 7,0 sem ég tók strax enda tjáði fasteignasalinn mér það að þau myndu ekki fara undir 7! Hún er mikið gerð upp og þvílíkt kósý :) Þetta er lýsingin af netinu : Skarðshlíð l3 J: Mikið endurbyggð og falleg 2ja herbergja íbúð á 3ju hæð. Á forstofu eru flísar og fataskápur, flísar á holi og parket á stofu og þar farið út á svalir til suðurs. Í eldhúsi er nýleg sprautulökkuð innrétting flísar á gólfi. Á baðherbergi eru flísar á gólfi og á veggjum að hluta, baðkar og aðstaða fyrir þvottavél á baði, nýleg sprautulökkuð innrétting þar. Í svefnherberginu er parket á gólfi og fataskápur. :) :) :) Hún er 53,4 fm2 og svo eru suðursvalir og alles þannig að á sumrin verð ég súperbrún :) Ég fæ afhent í síðasta lagi 1.maí og ætla ég að nota þann tíma í að losa mig við bílinn (enda stutt í vinnu þegar ég verð flutt) og safna mér pening :) Það eina sem ég "þarf" að gera er að mála stofuna en hún er ljósblá, sem er ekki alveg minn litur! Svo er ég komin með sófasett! Fæ gamla settið frá Ellu Gittu og Katli sem Íris og Karlott fengu þegar þau giftu sig! Mjög fínt sett :) Eldhúsborð fæ ég lánað, hvítt og mjög fínt, Doris tengdamamma Örnu ætlar að vera svo góð að lána mér það :) Svo á ég svo frábæra ömmu að ég fæ ísskáp sem hún á :) Allir þvílíkt góðir við mig :) Ég hlakka endalaust til að flytja inn og fara að koma mér fyrir! Skemmtilegast í heiminum held ég.. Svo er skylda fyrir alla sem koma norður eftir 1.maí að heimsækja mig! OK? Jæja æltaði bara að segja frá flottustu fréttunum! Reynið að hafa það eins brjálæðislega gott og ég ;) Lov U all.. Ykkar Eygló ótrúlega hamingjusama ;) ;)

8 comments:

Anonymous said...

Hahahahahah, ég fyrst að kommenta:):) HJARTANLEGA til hamingju með ofboðslega fallegu íbúðina þína. Hún er sko ekkert smá flott og verður sko MIKLU flottari þegar búið þitt verður flutt inn ásamt þér;););) Hlakka mikið til að vera ALLTAF að koma í heimsókn því ég á eftir að sakna þín svoooo mikið;);) Er svo ánægð að þú ert að kaupa hérna hjá mér á Akureyri:):) Núna vantar bara að sannfæra pabba og mömmu og Írisi og Karlott að flytja hingað og þá verðum við öll hérna. Heldurðu að það verði nokkuð erfitt????????????

Anonymous said...

Til hamingju með íbúðina þína gullið mitt.
Ég er mjög stolt af þér, finnst þú dugleg að
gera þetta. Ég er líka mjög spennt að koma norður
og sjá höllina þína. Guð blessi þig í þessu öllu saman.
Elska þig í milljón strimla......
Uppáhalds mamman þín

Íris said...

Æðislega til hamingju með íbúðina!!! Það verður frábært að koma og sjá nýja heimilið ÞITT!!!
Sjáumst eftir nokkra daga ;)
kv. Íris

Erling.... said...

Þetta er ekkert smá flott hjá þér. Til hamingju með íbúðina þína. Ég er montinn af þér!
..........Ég gæti trúað að fyrsti kommentarinn sé Arna, en þú?

Hlakka til að sjá höllina þína
LU þinn pabbi

Anonymous said...

Innilega til hamingju með íbúðina :)
ég er ekkert smá að öfunda þig hérna fattaru....
bið að heilsa
Jóna María

Kletturinn said...

Já ég tek undir þetta. Innilega til hamingju með þetta allt.

Blessun og heiður þér hlotnast hér skjótt
hamingja þín komin til að vera
Heima hjá þér verður gott, hljótt og rótt
það heilsunni gott vitni bera.

Bestu kveðjur

Kiddi Klettur

Anonymous said...

oh!! þetta er frábært, og verður æðislega gaman þegar þú færð afhent! og ferð að koma þér fyrir-úff ég sé allt í brúnu bara!! Til hamingju íglúin mín. p.s ég hef ágætis reynslu í málningarvinnu *blikk, blikk*:) love
Anna Sigga

Anonymous said...

Innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga. Hlakka til að koma í heimsókn til þín og sjá herleg heitin. k.kv. Teddi.