Jæja jæja jæja!
Í dag eru nákvæmlega 40 dagar í brúðkaupið og mín svona nett farin að stressa sig! Þó eru stærstu hlutirnir komnir, kirkjan, salur, ljósmyndari, söngvarar í vígslunni, prestur, hljóðfæraleikarar, bílstjóri, kjóllinn minn :) :) :) Bjössa föt og hringaberans föt :) Allt saman klappað og klárt! Ég fór svo í gær með systrum mínum í Smáraland og vorum við að skoða brúðarmeyjakjóla!! Vá hvað við skemmtum okkur vel, systur mínar höfðu nú mjög ákveðnar skoðanir á kjólunum en ég er auðvitað að fá dætur þeirra lánaðar :) Brúðarmeyjar verða Danía Rut (dóttir Örnu) og Petra Rut (dóttir Írisar) báðar 4ára :) Hringaberi verður svo Davíð Máni (sonur Guðrúnar, systir Bjössa) Hann er að verða 5 ára! Allt saman afspyrnu myndarleg börn!! Við fundum í sameiningu rosalega krúttlega og flotta kjóla í Adams og svo svona hálfar peysur við.. Ógurlega sætt og þær verða endalaust flottar litlu skvísufrænkur mínar :) Boðskortin eru líka tilbúin en hún Íris tölvusnilli hjálpaði mér við þau (eða sko ég sat alveg hjá henni meðan hún gerði þau) Hehe... Gott að eiga Írisi fyrir systir sko.. Takk Íris :)
Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt en um leið stressandi því að það er svo MARGT sem þarf að gera, endalaus smáatriði að það er ekki fyndið! Svo kostar allt peninga :) (Eins gott að maður er búinn að vera að safna klinki í bauk) Hehe.. Ég er búin að finna brúðarvöndinn en ég segi ekki meira nema hann er FLOTTUR!!! Auðvitað.. ;)
En að öðru! Ég er loksins að fara í SUMARFRÍ!!!!!!!! Það má nú næstum kalla þetta haustfrí enda segir veðrið það manni eiginlega frekar en að það sé sumar.. Ég vinn föstudaginn og verð svo í fríi í tæpar 2 vikur :) :) Mikil gleði það.. Ég tek 8 virka daga og svo örugglega 3 vikur kringum 7.október :) Vibbý :) Verður ekkert smá æðislegt að fara í smá frí, ég er búin að vinna í ALLT sumar, mínus einn orlofsdag sem var föstudagur á Kotmóti.. Var síðast í almennilegu fríi í júní í fyrra svo að það er eiginlega kominn tími til!! Við förum norður á laugardaginn og verðum fram á þrið/miðv.dag... Svo er ég búin að panta miða fyrir okkur á Footloose þann 31.ágúst svo að sumarfríið mitt verður BARA skemmtilegt, hitta slatta af vinum fyrir norðan og hafa það gott :)
Bjössi minn er kominn heim og vá hvað ég var glöð að sjá hann loksins (hann var á sjó í 12 daga og mér leið eins og það væru 2 mánuðir) Gott að fá hann heim :)
Jæja ég held ég fari að hætta þessu pári...
Njótið lífsins vinir og hafið það ofsalega gott!!
Eyglóin hin mjööög svo hamingjusama!! :)
Tuesday, August 22, 2006
Saturday, August 12, 2006
Kommentin 40 ;)
Íris systir hafði rétt fyrir sér! Ég var bara að bíða eftir 40 kommentum til að halda áfram að blogga!! Þar hafiði það! Hrmpf.. Nei nei, ég segi nú bara svona, ég er búin að gera alveg hellings í sumar og mikið búið að vera að gera!
Ég og Bjössi minn (sem kom loksins heim þann 19.júní af sjónum við MIKINN fögnuð af minni hálfu! Var einfaldlega æðislegt að fá hann heim aftur) fórum í heimsókn norður helgina 23.-26.júní.. Sem var æðislegt, mjög gaman að fá að hitta og kynnast fjölskyldunni hans Bjössa og þetta var frábær ferð! Við trúlofuðum okkur svo við ægilega rómantískan gosbrunn í Listigarðinum :) Það var alveg æðisleg stund :) :) Ekkert smá skemmtilegt og allir voru (og eru) þvílíkt ánægðir fyrir okkar hönd :) Æðislegt!! :) Ég er svo ástfangin að ég gæti sprungið!!
Sumarið hefur svo liðið auðvitað alltof hratt, við keyptum okkur íbúð í Vesturberginu, við keyptum af pabba og mömmu, en íbúðin er 4ra herbergja og 98 fm2, opin og björt og frábær íbúð :) Ég er svooo hamingjusöm þarna og það fyndna er að ég ólst upp frá 6-12 ára aldri í alveg eins íbúð í stigaganginum við hliðina á! Gaman að því, kann alveg ofsalega vel við mig í Vesturberginu enda búið lengst af ævinnar í Breiðholti :)
Ein útilega að baki :) Fórum nokkur úr mömmu fjölskyldu á Apavatn og það var alveg frábær helgi! Loksins komst ég aðeins í smá sól en þar var tekin mynd af handleggjunum á okkur Írisi og það er án djóks eins og svertingi og albinói!! Fyndið! :) Svo komu allir á laugardagskvöldinu og við grilluðum saman, mjög skemmtileg útilega!
Kotmótið var auðvitað alger snilld! Og kannski sérstaklega gaman þar í ljósi þess að ég missti af því fyrir ári! Ég naut þess í botn að vera þarna og mér finnst alltaf jafn gott að koma í sveitina mína, enda er ég hálfur Kotari og gæti ekki verið stoltari af því! :) Við tjölduðum niðrá Fit en þar eiga pabbi og mamma (eða við eins og ég segi alltaf) land sem er einn hektari.. Pabbi er búinn að reisa kofa þar og þar var Arna með gullin sín og við systurnar plöntuðum okkur svo í tjöld og tjaldvagna :) Virkilega skemmtilegt samfélag, en pabbi og mamma keyrðu á milli Kotsins og Selfosss :)
Bjössi sæti er núna í Evróputúr sem tekur 12 daga, ég sakna hans alveg hræðilega en það verður þá bara ennn skemmtilegra að fá hann heim :)
Við ætlum að gifta okkur þann 7.október í Selfosskirkju og það eru 8 vikur til stefnu í dag en það er nóg sem á eftir að undirbúa, samt gengur það nokkuð vel, bara alveg ótrúlegt hvað það er endalaust sem þarf að gera!! En það er bara skemmtilegt!!
Jæja keiluferð framundan í kvöld, við systurnar ætlum að fara (maður veit samt alveg að Íris vinnur en so! Bara gaman að vera með ;) )
Hafið það gott og njótið lífsins :) Það er ég sko að gera :) Lífið er dásamlegt!!
Ykkar Eygló sem vonandi lætur ekki líða svona langt á milli blogga næst!!
P.s Íris takk fyrir vatnið í dag ;) Það var mjöög gott og svalandi ;) ;)
Ég og Bjössi minn (sem kom loksins heim þann 19.júní af sjónum við MIKINN fögnuð af minni hálfu! Var einfaldlega æðislegt að fá hann heim aftur) fórum í heimsókn norður helgina 23.-26.júní.. Sem var æðislegt, mjög gaman að fá að hitta og kynnast fjölskyldunni hans Bjössa og þetta var frábær ferð! Við trúlofuðum okkur svo við ægilega rómantískan gosbrunn í Listigarðinum :) Það var alveg æðisleg stund :) :) Ekkert smá skemmtilegt og allir voru (og eru) þvílíkt ánægðir fyrir okkar hönd :) Æðislegt!! :) Ég er svo ástfangin að ég gæti sprungið!!
Sumarið hefur svo liðið auðvitað alltof hratt, við keyptum okkur íbúð í Vesturberginu, við keyptum af pabba og mömmu, en íbúðin er 4ra herbergja og 98 fm2, opin og björt og frábær íbúð :) Ég er svooo hamingjusöm þarna og það fyndna er að ég ólst upp frá 6-12 ára aldri í alveg eins íbúð í stigaganginum við hliðina á! Gaman að því, kann alveg ofsalega vel við mig í Vesturberginu enda búið lengst af ævinnar í Breiðholti :)
Ein útilega að baki :) Fórum nokkur úr mömmu fjölskyldu á Apavatn og það var alveg frábær helgi! Loksins komst ég aðeins í smá sól en þar var tekin mynd af handleggjunum á okkur Írisi og það er án djóks eins og svertingi og albinói!! Fyndið! :) Svo komu allir á laugardagskvöldinu og við grilluðum saman, mjög skemmtileg útilega!
Kotmótið var auðvitað alger snilld! Og kannski sérstaklega gaman þar í ljósi þess að ég missti af því fyrir ári! Ég naut þess í botn að vera þarna og mér finnst alltaf jafn gott að koma í sveitina mína, enda er ég hálfur Kotari og gæti ekki verið stoltari af því! :) Við tjölduðum niðrá Fit en þar eiga pabbi og mamma (eða við eins og ég segi alltaf) land sem er einn hektari.. Pabbi er búinn að reisa kofa þar og þar var Arna með gullin sín og við systurnar plöntuðum okkur svo í tjöld og tjaldvagna :) Virkilega skemmtilegt samfélag, en pabbi og mamma keyrðu á milli Kotsins og Selfosss :)
Bjössi sæti er núna í Evróputúr sem tekur 12 daga, ég sakna hans alveg hræðilega en það verður þá bara ennn skemmtilegra að fá hann heim :)
Við ætlum að gifta okkur þann 7.október í Selfosskirkju og það eru 8 vikur til stefnu í dag en það er nóg sem á eftir að undirbúa, samt gengur það nokkuð vel, bara alveg ótrúlegt hvað það er endalaust sem þarf að gera!! En það er bara skemmtilegt!!
Jæja keiluferð framundan í kvöld, við systurnar ætlum að fara (maður veit samt alveg að Íris vinnur en so! Bara gaman að vera með ;) )
Hafið það gott og njótið lífsins :) Það er ég sko að gera :) Lífið er dásamlegt!!
Ykkar Eygló sem vonandi lætur ekki líða svona langt á milli blogga næst!!
P.s Íris takk fyrir vatnið í dag ;) Það var mjöög gott og svalandi ;) ;)
Subscribe to:
Posts (Atom)