Það er eiginlega löngu kominn tími á almennilega færslu hér á þessu ágæta bloggi!
Lífið alltaf jafn gott bara og skemmtilegt! Helgina var t.d alveg meiriháttar! Á laugardaginn var ég sótt af Hrund og Theu þar sem Bjössi var nú á námskeiði til að undirbúa sig enn betur fyrir sveinsprófið sem er næstu helgi :) Við fórum til Örnu og þaðan lá leiðin í Kolaportið :) Mér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað og skoða mannlífið og vörurnar sem er verið að selja, margt algjört kompudrasl en sumt barasta alveg flott sko! Við keyptum okkur svo hveitikökur og flatkökur og döðlubrauð og fórum heim og smökkuðum á því eftir að hafa komið við í Hagkaup!
Um kvöldið fórum við allar í sitthvora áttina og ég auðvitað heim til Bjössa míns. Við höfðum það bara kósý saman og horfðum á eurovision forkeppnina og vorum alveg hæstánægð með úrslitin! Þau (Friðrik Ómar og Regína Ósk) voru alveg hrikalega flott og atriðið æði :) Þau eiga pottþétt eftir að verða Íslandi til sóma í Serbíu!
Á sunnudeginum fór ég svo með Örnu og Hrund austur, og svo ennþá meira austur! Við fórum s.s með pabba og mömmu austur í Fljótshlíð, nánar tiltekið á Föðurland í kofann okkar :) Fyrst var alveg ískalt og ég fór undir teppi og hreyfði mig ekki því að þá varð mér enn kaldara.. En svo fór nú smám saman að hitna og verða notalegra, við fengum okkur smá snarl þar í kósýheitunum og svo skelltu pabbi og mama sér uppí Kot að heimsækja Hansa og Auju og komu svo og sóttu okkur í kofann.. Pabbi bauð okkur svo á Gallerý Pizza og mikið eru pizzurnar þar góðar :) Var komin heim um 22 um kvöldið og þar með lauk helginni!
Mjög skemmtilegt helgi að baki.. Er svo að fara á mótið í Kotinu næstu helgi og það verður örugglega alveg magnað! Bjössi verður á fullu í sveinsprófinu þá og hann sagði mér endilega að fara á mótið með Örnu og Hrund.. Well, það verður örugglega mjög gaman hjá okkur!
Og svo má ekki gleyma því að ég á afmæli (jújú og Arna líka auðvitað) á sunnudaginn og hlakka mikið til :) Við ætlum nú bara að hafa pínu ponsu veislu en það er alltaf gaman að halda upp á afmælið sitt samt sem áður :)
Njótið lífsins, það er svo frábært!
Eyglóin rétt bráðum afmælisbarn! :):):):)
Tuesday, February 26, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Skemmtileg færsla ;) Gott þú hafðir það gott um helgina og vonandi verður næsta líka góð!
Hlakka til að koma í afmælið þitt :)
Your sys
Íris
Gaman að sjá loksins lífsmark :)
Ég samgleðst þér innilega að vera á mótinu. Mig langaði svo, en Ágúst er að vinna báða dagana.
Njótið lífsins.
Kveðja úr Mos.
Innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn í dag 2 mars.
Guð blessi þér nýtt æviár.
LU Pabbi
Til hamingju með daginn skvís!!
Vonandi verður hann þér góður!
kv. Íris
Til hamingju með daginn gullið mitt. Elska þig grilljón og er stolt af þér. Mamman
Elskan mín :-*
Innilega til hamingju með afmælisdaginn og megir þú njóta hans vel. Elska þig meira enn orð fá lýst. Megi næsta ár vera gæfuríkt og skemmtilegt ár :)
Kveðja
Þinn eiginmaður
Jahér! Ekki einu sinni afmælisblogg??? Hvað gerðist? ;)
Láttu þér annars batna!
kv. Íris
Post a Comment