Saturday, March 08, 2008

Titill

Er ekki kominn tími á að rita hér nokkur orð?

Ég hef ekki beint haft heilsu til þess síðustu daga. Búin að liggja í flensunni alla vikuna og er búið að líða hreint hörmulega.. Rúmlega 39 stiga hiti í 3 daga, hósti, höfuðverkur og allt sem fylgir þessari ljótu pest! Í dag er 6. dagurinn sem ég held mig inni og ég verð líka inni á morgun en ég vona svoo að Guð gefi að ég komist í vinnuna á mánudaginn! Þetta er orðið gott! Er betri núna með hverjum deginum og þetta er besti dagurinn minn síðan fyrir viku :)

Ég hef nú ekki brallað margt þessa viku, skiljanlega, en síðustu helgi var ég á móti í Kotinu og það var fínt, ég var nú reyndar orðin hálfslöpp og naut mín því ekki alveg eins og ég hefði getað.. Við Arna áttum svo afmæli á sunnudaginn og það er nú alltaf svoo skemmtilegt :) Svo innilega mikið dagurinn manns e-ð :) Þegar við komum til pabba og mömmu, en þau voru að passa fyrir Örnu, þá tók á móti okkur, auðvitað gullin hennar Örnu, kjúklingur og sósa, og svoooo pakkar :):) Hehe.. Einni sem finnst það aldrei leiðinlegt :) Frá pabba og mömmu fékk ég kápu, alveg meiriháttar flotta og skvísulega, er að hrikalega ánægð með hana :):) Takk fyrir mig sætu :)
Þegar ég loksins komst heim til Bjössa míns, þá beið mín risa pakki á eldhúsborðinu :):):):) Hann var svo sætur að gefa mér glænýjan gsm síma !!!! Ég hoppaði næstum hæð mína! Minn gamli var að detta í það að verða 3 og 1/2 árs svo að þetta var alveg kærkomið :) Ótrúlega flottur, þunnur og glæsilegur Nokia sími! Takk fyrir mig elskan mín :):)

Svo er ég bara búin að vera lasin síðan á afmælisdaginn.. Við ætluðum að halda smá fullorðinsafmæli hérna hjá okkur Bjössa í kvöld en urðum að aflýsa því vegna heilsu, Arna er nefnilega komin með flensuna líka og ég ekki alveg orðin góð :(

En jæja ég ætla að láta þetta gott heita.. Næsta blogg verður örugglega skemmtilegra, ekkert svona mikið veikindavesen vonandi :)

Eigið góða helgi öll sömul
Eygló

1 comment:

ArnaE said...

Elsku dúllan mín. Ekki gott á þig að vera búin að vera svona mikið lasin. En það er nú ljós punktur að hafa Despó í láni hjá mömmu. Er það ekki??? En vonandi geturu farið í vinnuna á morgun skvís:)
Hlakka til að sjá þig næst og farðu vel með þig. Love you, uppáhaldið þitt:)