Thursday, March 13, 2008

Gaman að segja frá því :)

Að ég er loksins að verða vinnufær :) Ég fór til læknis á þriðjudaginn og ég er með vægt bronkítis (sem skýrir þennan rosa hósta sem ég er búin að vera með) og ég fékk astmalyf við því sem ég er að taka. Er reyndar enn að læra inn á það þar sem þetta er svona innsogslyf en ég er öll að koma til held ég bara.. Er búið að vera óglatt og hef ekki náð að halda mat niðri en síðustu 3 daga hef ég náð að halda öllu niðri með naumindum þó! En ég ætla í vinnuna á morgun, verð örugglega voða drusluleg en það verður bara að hafa það!! Nenni ekki meir að hanga heima, alein í þokkbót..

Eða kannski ekki alveg alein en það má nú samt segja að ég sé ein.. En ég er eigi kona einsömul lengur og er gaman að segja frá því að við Bjössi eigum von á litlum sólargeisla seinnipartinn í september :):):):):):):):):):):):)


Við erum auðvitað alveg í skýjunum yfir þvi og erum alveg svakalega spennt fyrir þessu öllu :) Við erum búin að fara 2 sinnum í snemmsónar og allt lítur vel út og fengum myndir og svona :) Fer svo í fyrstu mæðraskoðun í lok mars og hlakka ég bara til!


Hafið það svakalega gott og eins og og ég sagði í síðasta bloggi að ég myndi koma með skemmtilegra blogg næst :) Vona að þetta gleðji ykkur elsku lesendur :)

Eyglóin + 1 :)

P.s erum búin að gera síðu, þetta er slóðin www.barnaland.is/barn/69896 en hún er læst. Ef þið viljið lykilorðið, sendið þá póst á bjorningij@internet.is :)

14 comments:

Anonymous said...

uvúúúhúúúú....JEIJ:D Geðveikt gaman að segja frá því já! Bara til að segja það formlega- TIL HAMINGJU með hjartagullið! Gangi ykkur vel darlings og njótið hverrar mínútu. Hlakka svo til þegar maður fær að sjá bumbumyndir. Knús í strimla eins og alltaf, Anna Sigga

Anonymous said...

Innilega til hamingju með þetta. Þetta eru svo sannarlega ánægjulegar fréttir. Vonandi gengur sem best á meðgöngunni og það verður gaman að fylgjast með ykkur.
Kveðja, Sara Helgad.

Anonymous said...

Jeijjjjjj, innilega innilega og INNILEGA til hamingju með bumbubúann :) Þetta barn er svakalega heppið með foreldra. Knús og kossar til ykkar :)

Sólveig

Íris said...

Elsku Eygló og Bjössi, innilega til hamingju með litla kraftaverkið ykkar! Farðu svo vel með þig og litla gullið Eygló!
Hlakka bara til að fylgjast með litla krílinu stækka og vaxa og svo að fá að sjá það í september!
kv. Íris stóra frænka!

Hrafnhildur said...

Innilega til hamingju með bumbugrjónið dúllur. Njótið lífsins og hlakkið til að geta kallað ykkur mömmu og pabba :)
(Ég man hvað mér fannst það merkilegt á sínum tíma :)
Kveðja úr Mos.

Anonymous said...

Þetta er geggjað :) til hamingju með bumbubúann :) mér finnst þetta æði, það eru bókstaflega allir óléttir í kringum mig.. allir, aldrei að vita nema ég nái að smitast loksins :P það eru meira að segja nokkrar sem ég þekki með tvíbura, það er ótrúlegt þar sem það er ekkert alltof mikið af þeim, eða ég þekki allavega ekki svo marga.. anyways til lukku :)

Anonymous said...

Æðislegt æðislegt !!!
Vá hvað þú ert lánsöm :D
Æðislega mikið til hamingju og njóttu meðgöngunnar elsku frænka mín :)
Kær kveðja
Hafrún Ósk

Erla said...

Elsku Eyglóin mín og Bjössi. Innilega til hamingju með litla bumbubúann sem Guð gaf ykkur. Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið lengi og ég bið Guð að blessa ykkur ríkulega áframhaldandi og farðu nú vel með ykkur bæði Eygló mín. LUL. Mamman

Anonymous said...

Hjartanlegar hamingjuóskir elskurnar.
Farðu vel með þig.
Gerða

Anonymous said...

Elsku sæta Eygló mín:):)
Hjartanlega til hamingju með litla sæta bumbubúann þinn:):) Ég var svooo ánægð þegar ég fékk fréttirnar:):)Ég vildi bara að ég vissi kynið, ég er alltaf að sjá eitthvað sætt sem ég myndi pottþétt kaupa ef ég vissi kynið;)
En farðu bara úper vel með þig og njóttu hvers dags af meðgöngunni. Þetta er BARA yndislegt. Love U, þín uppáhalds, Arna

Anonymous said...

Til hamingju með bumbubúann..Ég kíki alltaf í "heimsókn" annað slagið.Gangi ykkur rosalega vel,þú verður frábær mamma:)
Kveðja Eyrún (úr Hagkaup)

Anonymous said...

Innilega til hamingju með litla bumbukrílið. Þið Bjössi verðið alveg yndislegir foreldrar.
Kveðja Inga Huld.

Anonymous said...

Elsku Eygló - og eiginmaður! innilega til hamingju með litla sólarheislann ykkar! látið ykkur líða sem alla best!
Knús og kossar
svanhildur

Anonymous said...

til hamingju með bumbubúan rosa verður gaman að fá að fylgjast með:)...núna langar mig að koma í bæinn og knúsa ykkur:)en verður að duga í gegnum tölfuna í bili:)kossar og knus og enn og aftur innilega til hamingju:)kv emilia frænka