Thursday, March 20, 2008

Páskafrí!

Takk allir fyrir kommentin á síðustu færslu, gladdi mig alveg gommu og ég fékk helling af e-mailum með beiðni um lykilorðið á krílasíðuna :) Bara gaman að því!!

Jú jú, komnir Páskar enn einu sinni :) Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..

Síðustu páska vann ég Nóatúni og allir vita sem lesa þetta blogg hvað gerðist daginn eftir páskana :) Hehe.. Það er að verða ár síða s.s að ég gekk útúr Nóatúni.. :) Fyrsti í páskafríi í dag og við brölluðum aðeins :)

Fórum aðeins í smá bæjarferð og komum svo heim á milli þess sem við ætluðum til ömmu og afa.. Nema hvað ég skil töskuna mína eftir út í bíl og hleyp bara rétt upp með vörurnar og Bjössi með auðvitað, nema hvað þegar við erum svo komin út og erum að labba niður stigaganginn þá uppgötvar Bjössi að hann er lyklalaus :(:( Ég varð "nett" pirruð, mínir lyklar læstir inn í bíl og hans lyklar læstir upp í íbúð! Garg.. Oh pirrandi og enginn með aukalykla hjá okkur! Það endaði með þvi að Bjössi hringdi í mömmu sem fann einhverja lásaopnara sem komu svo á endanum og opnuðu bílinn.. Vá hvað ég varð glöð að komast inn í bílinn.. tók hátt í klukkutíma frá því við læstum okkur úti þangað til við vorum komin til ömmu og afa.. Við stoppuðum þar í rúma 2 klukkutíma og það var mjög gaman bara, spjallað um allt milli himins og jarðar :)

Ég ætlaði að búa til páskaegg handa okkur Bjössa saman en hætti snarlega við þegar ég fékk egg númer 3 frá Nóa frá vinnunni og Bjössi fékk númer 6 frá Nóa! Ekki ætla ég að fara að bæta þriðja egginu við þó svo að Nóa eggin séu ekkert góð.. Mig langar ekkert í þau!! En ætli maður narti ekki e-ð í þau? Sjáum til með það :)

Við erum að hugsa um að kíkja austur annað hvort í kvöld eða á morgun, ætla að leyfa Bjössa að ráða því :)

Eigið gott frí elsku vinir og hafið það gott :)

Eygló hamingjusama

1 comment:

ArnaE said...

Ohhh, já það er sko gott að komast í páskafrí. Svo innilega notalegt og æðislegt. Hafðu það úper gott og sjáumst vonandi sem fyrst bumbupæja:) Love U, Arnan