Wednesday, September 27, 2006

Gæsunin!!!!!!!!!!

Jæja já, gæsunin, ég talaði um það í síðustu færslu að það væri mikið búið að hræða mig með því að ég þyrfti að fara í búning og gera mig e-ð að fífli!!!...............................

Hefst nú sagan:

Ég var sótt af henni Írisi sætu rétt rúmlega 16 á laugardaginn var.. Ella Gitta slóst í hópinn og settumst við upp í bíl...Leiðinni var heitið heim til Örnu þar sem ég vissi ekkert hvað var framundan, ég sest varlega í sófann hjá henni þegar á mig er skellt hárbandi og það sett alveg fyrir augun.. Þær byrja að klæða mig í e-ð sem ég gat ekki með nokkru móti ímyndað mér hvað væri... Þangað til þær rífa mig úr skónum og setja mig í aðra skó.. Þá var mig farið að gruna e-ð, ég var svo leidd (var sko blinduð) að speglinum og þar var hárbandið tekið frá augunum mínum og mér varð litið í spegilinn... Hvað sá ég?? Jú jú þennan líka fína og sæta TRÚÐ!!


Ég skellihló og fannst þær nú fyndnar að setja mig í búning þar sem ég hafði sérstaklega beðið þær ekki um að gera það.. Hmmm (eins og gæsin ráði einhverju) Ég hafði nýlokið við að slétta hár mitt svona vel og fallega þegar Íris sótti mig en svo þegar ég var komin í trúðabúninginn þá fannst þeim slétta hárið mitt ekki alveg passa við hlutverkið, svo að þær bleyttu á mér hárið og úr urðu þessar fínu krullur...... Alveg sætasti trúðurinn þann daginn ;)

Það næsta sem ég heyrði voru drunur, ég mátti hvorki koma fram eða út eða kíkja neitt, þannig að ekki grunaði mig hvað var í vændum.... Kiddi Klettur var mættur í mótorhjóladressinu og á flotta mótorhjólinu... Við tók MJÖG svo skemmtilegur túr um borgina, fórum mishratt og skemmtliegast þótti mér að fara hraaaaatttt.... Klikkað sem það var gaman, já ég gleymi að segja frá því að þær settu á mig pappaspjöld, framan og aftan, framan á stóð "Er ég ekki sæt" og aftan á stóð Bride 2B 7.okt síðasti séns..... Og fólk var mikið að reyna að lesa á skiltin þegar ég þeysti um borgina aftan á hjólinu hjáKidda.. Skemmtileg athygli..

Túrinn endaði í Kringlunni en þar biðu Íris, Arna, Hrund, Ella Gitta og Thea...

Þær voru búnar að útbúa 6 miða með nafninu mínu á og ég átti að labba upp að fólki og segja "Hæ ég er ógeðslega fræg og er að fara að gifta mig, viltu fá eiginhandaráritunina mína??? " Fólk var mishrifið og ein sagði bara hreint NEI... En aðrir brostu kompánlega.... Ég var furðu frökk en það er örugglega auðveldara að gera sig að fífli þegar maður er í búning... Næst tók við að stelpurnar fóru allar inní ákveðna búð og á meðan átti ég að standa fyrir utan og segja "HÆ" við alla sem löbbuðu framhjá mér.... Það var eiginlega bara fyndið... Fólk vissi ekki alveg hvernig það átti að vera... Inní búðinni keyptu þær svona typpabangsa sem hægt er að tosa í spotta og þá titrar það, ég mátti gjöra svo vel og biðja fólk sem ég mætti "að finna" þegar "typpið" titraði... Fólk eldroðnaði nú sumt... Stúlkukindurnar létu mig einnig fara í apótek og spyrja um sleipiefni og hvað væri nú best fyrir brúðkaupsnóttina... Grey stelpan sýndi mér svo nokkrar tegundir og ég lét þar við sitja... Svo eignaðist ég nýtt gloss sem stelpurnar gáfu mér :) Takk fyrir það gellur..
Næst var ferðinni heitið í Nóatún þar sem ég eyði ákveðinni % af dögum mínum þessa dagana... Þar var fólk fengið til að "finna" og það gekk ágætlega.. gaman að koma við í vinnunni og gera mig að fífli þar....

KFC :) Þangað fórum við næst, ég var búin að vera að drekka Nupo Létt og var því glöð að fá alvöru mat... Mmm... Ég þurfti ekkert að gera mig að fífli þar.. ;)

Fórum í ísbúð, keilu, sem ég vann og svo í partý heim til Örnu.. Ótrúlega skemmtilegur dagur og fyndnast er að Arna var eftir allt að leika sér að tala af sér og Hrund pikkaði það uppog mamma lék svona snilldarlega vel með.... Og ég lét platast! En mér var ekki rúllað niður Esjuna í tunnu heldur fór ég í búning og gerði mig að fífli og hafði nett gaman af :)

Ykkar Eygló athyglissjúka ;) ;) Múahahaha

10 dagar....

Saturday, September 23, 2006

Gæsun! (Gúlp)

Jæja þá eru bara 2 vikur í stóra daginn og ég verð spenntari með hverjum deginum sem líður! Allt að gerast og allt að vera tilbúið og allt einhvern veginn að ganga upp :)

EN í dag verð ég gæsuð.... Systur mínar og einhverjar fleiri sem ég fæ ekki að vita af sækja mig klukkan 16... Það er mikið búið að hræða mig um að ég verði látin fara í búning og gera mig af fífli fyrir framan fólk og e-ð íþeim dúr, alveg ekta ég þar sem ég er einstaklega athyglissjúk... *Hóst*
Arna talaði reyndar held ég af sér um daginn þegar það valt upp úr henni "það er ekki eins og það loki einhvern tímann á Esjunni" sagt vegna þess að þær eru vinna til 15 í dag :) Þannig að ég hef vart hugsað um annað síðustu daga en þessa stund sem nálgast nú óðfluga!!! Hrund sagðist ætla að rúlla mér niður Esjuna í tunnu ;) Við sjáum til með það :) Þetta verður samt örugglega æðislega skemmtilegur dagur og ég skal setja inn myndir ef ég næ að fá hjálp við það!

Jæja klukkan er 15:57 svo að ég ætla að fara að hendas tí skóna, ég fer sko dúðuð, in case ef það verður svo Esjan sem mér verður rúllað niður ;)

Þangað til næst :)

Eygló Gæs :) :) :)

Tuesday, September 19, 2006

Það grær áður en þú giftir þig....?

Ég er ekki svo viss... Ég er búin að vera svo óheppin e-ð síðustu daga.. Á föstudaginn þurfti ég að hlaupa upp að sækja e-ð dót en ég ætlaði að vera alveg milljón fljót að því nema hvað að ég hleyp of hratt og tek fram úr mér og gjörsamlega hrundi á gangstéttina, ég uppskar RISA kúlu og marblett í stíl á hnéð (sama hné og varð fyrir laski í sumar) ég fékk líka svona smiðsmarblett á puttann sem tekur víst einhverja mánuði að fara.... Pinkulítill dökkfjólublár blettur, sést alveg geðveikt... Piff piff, þurfti endilega að lenda í þessu rétt fyrir stóra daginn!! Ég er líka orðin brjálað þurr á vörunum að ég tali nú ekki um mínar margfrægu exemsprungur sem ég fæ alltaf á fingurna á haustin og veturna... Ég auðvitað rauk í Apótekið og keypti bómullarhanska til að sofa með (svo að kremið klínist ekki í sængurfötin) Allt gert til að vera sem flottust á brúðkaupsdaginn!! Svo fór ég í húðhreinsun, plokkun og andlitsbað í gær... Mmmmm hvað það var notalegt, nema það var ekki eins notalegt að þurfa að fara beint að vinna eftir á, maður verður svolítið dasaður...!!
Það gengur annars allt alveg fínt bara... Rakel frænka ætlar að greiða mér enda er hún alger snillingur og það er algjör draumur að láta hana greiða sér :) Svo mun Ólafía vinkona Írisar farða mig og hún er þvílíkt klár... Getið skoðað síðuna hennar á makeup.is :) Rosalega flott hjá henni!!
Erum að fara á morgun að klára að semja um verð fyrir veisluna, pabbi ætlar aðeins að hjálpa okkur að semja, við erum bæði óvön því, gott að eiga pabba að :) Svo ætlar hún Christina að skreyta fyrir okkur og við munum hitta hana seinna annað kvöld og skoða skreytingar heima hjá mömmu og pabba :)
Þannig að þetta er allt að smella!
Við fórum og sóttum miðana á laugardaginn og ég er að verða svo spennt að það er ekki fyndið!! Er samt ekki alveg að fatta að ég sé að fara til NEW YORK eftir 20 daga og í siglingu á Karíba hafið í viku.... Verður svo magnað! Get ekki lýst spenningi mínum með orðum.. :)
Ég ætla nú að fara að slétta hárið mitt og fara snemma í háttinn.. Mikið að gera á morgun..
Farið vel með ykkur!
The bride to be :) :) :) :) :)

Monday, September 11, 2006

26 dagar!!!!

Nei sæta Íris mín ég var ekki að bíða eftir 50 kommentum ;) Var bara að bíða eftir smá tíma í fríi til að blogga...! ;)

Jæja þá er þetta farið að styttast all svakalega!! Einungis 26 dagar til stefnu og ég get sagt ykkur það að dagarnir hreinlega fljúga :) Það gengur rosalega vel að undirbúa allt en ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki hana mömmu :) Hún er þvílíkt búin að hjálpa okkur að undirbúa þetta (hún hefur nebbla reynsluna) og amma er líka búin að gera hellings fyrir okkur :) Takk æðislega báðar tvær :) Þið eruð gull í gegn :)

Við erum búin að bóka brúðkaupsferðina!!! Það verður ein mögnuð ferð skal ég segja ykkur! Við fljúgum út seinni partinn á mánudeginum eftir brúðkaupið (alltaf verið draumur minn að fara í brúðkaupsferðina strax á mánudeginum) við fljúgum til New York!!!!!!!!!!!!!!!!! Vá hvað ég hlakka ÓTRÚLEGA til, ég í alvöru get varla beðið þangað til!!! Það eru sem sagt akkúrat 4 vikur í dag í útlönd :) :) Við verðum í New York í 5-6 daga og fljúgum þaðan til Puerto Ricoog förum í siglingu á skemmtiferðaskipi um Karíbahafið í viku :) :) Cruise Destiny heitir skipið held ég.. Oh þetta verður svoooo æðislegt :) Við fáum klefa í skipinu með svölum svo að þetta verður ennþá meira kósý :) Þetta verður svo æðislegt :) Fara til útlanda með honum Bjössa mínum verður náttla bara snilld!! Hann er líka mesta gull í heiminum ;) Enda er ég heppnust :)

Jæja ég ætti kannski að segja ykkur smá frá sumarfríinu :) Við fórum norður og það var algert æði!! Vorum þar í bústað með systur Bjössa og fjölskyldu og mömmu hans:) Voða kósý bústaður á skemmtilegur stað :) Við fullorðnu spiluðum svokallað kubbaspil sem er útileikur! Það snýst um að fella trékubba með tréstöngum eða e-ð svoleiðis, hrikalega skemmtilegt spil!!! Við allavega skemmtum okkur vel ;) Við komum svo heim á miðvikudagskveldi eftir mjög svo skemmtilega ferð :)

Keyrðum svo Nesjavallaleiðina austur á Selfoss einn sunnudaginn, mjög falleg leið að keyra, við tíndum svo nokkur krækiber á leiðinni og nutum veðursins... Komum við hjá pabba og mömmu, og Íris og Karlott voru væntanleg :) Þar eftir keyrðum við enn austar að Stóra Dímon, ætlunin var að tína glás af krækiberjum og það tókst!! Það var alveg krökkt af berjum þarna og eiginlega líkast því að það hefði rignt berjum!! Massað, ég vildi að ég kynni að setja inn myndir en ég kann það því miður ekki!! Ýkt skemmtileg ferð :)

Jæja í dag er frídagur hjá mér eftir vinnuhelgi, þessi vinnuhelgi var nú samt mun léttari en aðrar því að ég vann bara til 17 á laugardaginn sökum afmælis hjá Kidda og Ellu Gittu :) Æðislegt að komast og það var svo gaman að ég endaði á því bókstaflega að hágrenja úr hlátri!!!! Ég held ég hafi aldrei hlegið svona mikið!!! Kiddi frændi átti heiðurinn af því! En til hamingju með afmælin mín kæru :)

Jæja ég ætla að fara að hætta þessu pári! Hafið það innilega gott sætu vinir mínir og farið vel með ykkur :)

Ykkar Eygló - bride to be :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)
Svo